24.03.1948
Sameinað þing: 62. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 475 í D-deild Alþingistíðinda. (3609)

86. mál, réttindi Íslendinga á Grænlandi

Pétur Ottesen:

Ég tek mér náttúrlega til þakka, að málið verði tekið til athugunar, þótt það sé með seinni skipunum. En ég verð að telja það meinbugi á starfsemi n., ef ekki er boðað þar til funda, nema ríkisstj. bjóði, því að það eru tekin fyrir mál í þinginu, sem heyra undir utanrmn. og eiga að fá afgreiðslu í n. sem önnur þingmál í öðrum nefndum. Mér þykir miður, hver seinagangur er á þessu, en úr því, sem komið er, tel ég betra en ekki að eiga von á því, að n. athugi málið, og ætti það þá að geta fengið greiða afgreiðslu, er það verður flutt á næsta þingi.