26.11.1947
Sameinað þing: 25. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 475 í D-deild Alþingistíðinda. (3612)

87. mál, endurgreiðsla aðflutningsgjalda af vélbátum

Finnur Jónsson:

Við erum hér einhverjir fleiri flm., en hæstv. fjmrh., sem er fyrsti flm., er hér ekki staddur. Það er svo um till. þessa, að þar sem ekki er tekið aðflutningsgjald af skipum, sem eru yfir 150 rúmlestir, virðist óeðlilegt að taka af bátum, sem eru minni, af því líka að þau skip eru tiltölulega dýrari í innkaupi og því ólíklegri til að gefa góðan arð en hin stærri skip. Það hefur orðið að samkomulagi, að við flyttum þessa till. til samræmis um aðflutningsgjald á skipum og til þess að létta undir með þeim, sem hafa keypt skip, sem eru miklu dýrari en þau, sem fyrir eru, og hafa því þurft að greiða hátt aðflutningsgjald. Ég vænti að þessu máli verði vísað til síðari umr. og fjvn.