10.03.1948
Sameinað þing: 51. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 478 í D-deild Alþingistíðinda. (3640)

101. mál, Laxá í Þingeyjarsýslu

Flm. (Jónas Jónsson) :

Ég hreyfði þessu máli í fyrra, en þá taldi ríkisstj., að ráðunautur hennar í klakmálum þyrfti að athuga betur landið norður þar. Nú hefur hann víst haft betri aðstöðu til þess.

Það, sem hér er um að ræða, er það, hvort loka eigi Laxá fyrir laxgengd, þegar verið er að reisa þar orkuver, sem kostar tugi milljóna. Þessi á mun vera allra bezta laxveiðiá í landinu, og er búið að spilla mjög aðstöðunni með þeirri virkjun, sem komin er, en með samþykkt þessarar till. mundi verða úr því bætt, ef undinn er að því bráður bugur nú. Þau hlunnindi, sem þannig fengjust, mundu verða til afar mikils hagnaðar í framtíðinni, og sé ég ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta, en vildi heyra frá landbrh., hvaða upplýsingar hann hefur um málið.