05.12.1947
Sameinað þing: 28. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 484 í D-deild Alþingistíðinda. (3653)

105. mál, Faxaflóasíld

Áki Jakobsson:

Herra forseti. Í upphafi þessa fundar bar ég fram ósk um það, að sérstök þáltill. um lausn á því stóra vandamáli, að hér bíða nú á Reykjavíkurhöfn 70 skip með um 60 þús. mál af síld, sem þau geta eins og er ekki fengið að losna við, og síldveiðar í Hvalfirði eru þar með stöðvaðar á meðan, yrði tekin á dagskrá þessa fundar og till. yrði tekin fyrir til meðferðar, áður en fundinum yrði lokið. Nú mun þessi till. koma á næstu mínútum í prentuðu formi. — Ég vil þess vegna ítreka tilmæli mín um, að þessum fundi verði haldið áfram og þetta mál tekið á dagskrá.