24.03.1948
Sameinað þing: 62. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 505 í D-deild Alþingistíðinda. (3722)

186. mál, Skipanaust h/f í Reykjavík

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. Fari svo, sem hv. þm. Barð. mæltist til, mun fjmrn. verða við óskum hv. þm. að fela einum manni, sem yrði fulltrúi ríkisstj., að hafa forgöngu um athuganir í þessu máli og þurrkvíarmálinu, sem form. fjvn. minntist á, og afgreiða svo till. sínar fyrir næsta Alþ. Þessu vildi ég lýsa yfir, sem er ákvörðun fjmrn., ef till. fær ekki afgreiðslu hér nú.