29.10.1947
Sameinað þing: 16. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 520 í D-deild Alþingistíðinda. (3757)

900. mál, starfskerfi og rekstrargjöld ríkisins

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson) :

Herra forseti. Ég er alveg sammála hv. þm. V-Húnv. um þörfina á því að lækka rekstrargjöld ríkisins og nauðsyn þessarar athugunar, og hygg ég, að ég tali þar fyrir hönd ríkisstj. í heild, því að hún var einhuga um að koma þeirri athugun á. Það má segja, að það hafi ekki verið gert nógu snemma, en ríkisstj. var í óvenjulega miklum önnum vegna fiskábyrgðarlaganna, sem krefjast svo að segja daglegra afskipta. Ríkisstj. hefur ekki hafið þetta mál með neinum áróðri eða auglýsingum og talið vænlegast til árangurs að fela þetta starf færustu og kunnugustu mönnum. Hvað snertir ræðu hv. 1. þm. N-M., þá geta upplýsingar hans ekki átt við það, sem núverandi stjórn hefur gert, en má vera, að hann tali þar um einhverjar aðrar stjórnarframkvæmdir, en hjá núverandi stjórn hefur slíkt ekki átt sér stað.