12.11.1947
Sameinað þing: 20. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 535 í D-deild Alþingistíðinda. (3784)

71. mál, erfitlit með verksmiðjum og vélum

Fyrirspyrjandi (Hermann Guðmundsson) :

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðh. svör hans og get alveg fallizt á, að aðferð hans í málinu hafi verið fullkomlega rétt. Það er engum vafa undirorpið, að hinar Norðurlandaþjóðirnar eru lengra á veg komnar um tækni og reynslu í þessum efnum, og er því bæði rétt og skylt að hafa samvinnu við þær. Ég vil enn fremur þakka hæstv. ráðh., að hann skyldi taka tillit til Alþýðusambandsins við nefndarskipunina, því að þál. gerir ekki ráð fyrir slíku, þó að hins vegar samkvæmt eðli málsins þurfi það að vera svo.