04.02.1948
Sameinað þing: 41. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 570 í D-deild Alþingistíðinda. (3861)

141. mál, þjóðleikhúsið

Menntmrh. (Eysteinn Jónsson) :

Með bréfi 19. febr. 1945 skipaði þáverandi menntmrh. nefnd til þess að undirbúa rekstur þjóðleikhússins. Í n. áttu sæti Þorsteinn Ö. Stephensen, Brynjólfur Jóhannesson, Halldór K. Laxness, Jakob Möller og Ólafur Björnsson. Þegar Jakob varð sendiherra, kom Hörður Bjarnason í hans stað. Með bréfi, dags. 6. júní 1946, lagði menntmrh. svo fyrir, að n. skyldi fá úr þjóðleikhússjóði 60 þús. kr. til þessarar starfsemi. Þannig stóðu málin, þegar ég fékk fyrst kynni af þeim. Síðan skilaði n. frá sér frv., sem var grundvöllur þeirrar löggjafar, sem samþ. var hér á síðasta þingi um þjóðleikhúsið. En 29. ágúst. 1947, eða í sumar, ritaði ráðuneytið n. bréf og óskaði eftir því, að n. gæfi lokaskýrslu nú í haust, eða fyrir 1. okt. s. l., og gerði þá full reikningsskil. N. hefur ekki gert það enn, en hefur heitið að senda skýrslu sína í janúar. Hún er að vísu ekki komin enn, en von er á henni mjög bráðlega. En ráðuneytið hefur fengið nú nýlega bráðabirgðaskilagrein frá n. um það fé, sem henni var ávísað, og vil ég, með leyfi hæstv. forseta, lesa þá skilagrein hér upp, og hljóðar hún svo:

Tekju- og gjaldareikningur rekstrarnefndar þjóðleikhússins.

Tekjur:

Innborgað frá þjóðleikhússjóði

kr.

60.000.00

Vextir af bankainnstæðu

750.00

Alls

kr.

60.750.00

Gjöld

Ferðakostnaður

kr.

18.380.00

Þýðingar

2.908.00

Lögfræðileg aðstoð

2.000.00

Vélritun .

385.00

Ýmis kostnaður

835.00

Alls.

kr.

22.508.00

Eftirstöðvar til næsta árs:

Húsgögn kr.

5.500.00

Landsbanki Íslands í

sparisjóðsbók nr. 54805 -

32.742.0

kr.

38.242.00

Al1s

kr.

60.750.00

Þannig standa þessi mál í dag eftir upplýsingum n., en hún er nú að hætta störfum, og skýrslu frá henni er að vænta bráðlega ásamt tillögum um rekstur þjóðleikhússins umfram frv., sem ég gat um áðan.