18.03.1948
Sameinað þing: 56. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 626 í D-deild Alþingistíðinda. (3955)

190. mál, drykkjumannahæli og Skálholtsskóli

Skúli Guðmundsson:

Í fyrsta lagi tel ég, eins og nú er komið störfum þingsins, vafasamt, að tími verði til að ræða þessa fyrirspurn, og í öðru lagi eru sumar spurningarnar þannig, að mér sýnist lítið gagn muni að því verða að bera þær fram í fyrirspurnarformi, eins og það, þegar spurt er um, hver muni verða kostnaður ríkissjóðs við ótal mannvirki, sem er ekki farið að reisa. Ég greiði því ekki atkv.