05.03.1948
Efri deild: 75. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 346 í B-deild Alþingistíðinda. (454)

23. mál, bændaskólar

Frsm. meiri hl. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Við í landbn. þessarar d. höfum athugað frv. það, sem hér liggur fyrir, og ég verð að segja, að yfirleitt hefur mér fundizt ríkja fremur lítill áhugi fyrir því í n. Þó varð það endir málsins í n., að 3 nm. vildu mæla með því, að frv. yrði samþ., þó með nokkurri breytingu. Einn nm. lýsti því yfir, að hann hefði óbundnar hendur í málinu, en sá 5. gaf út sérstakt nál. og vildi láta afgreiða málið með rökstuddri dagskrá. Meiri hl. n. fannst rétt, að farin væri sú leið að lögfesta ýmislegt af því, sem í frv. ræðir um, og þar á meðal er 15. gr. N. hefur verið tjáð, að þegar sé farið að reka sérstakan ráðunautaskóla, án þess þó að nokkur lagastafur sé fyrir því. Hins vegar getur verið rétt, að nokkrum mönnum sé veitt þessi menntun, sem hér er um að ræða, en við í n. töldum rétt, að ef Alþ. og fjvn. vilja leyfa, að þessi skóli sé rekinn, þá væri sjálfsagt að lögleiða hann.

En svo er annað atriði, sem nokkur breyt. hefur verið gerð á, en það eru ákvæðin um verklega námið við bændaskólana. Áður var ákveðið, að það skyldi vera allt árið. Nú hefur þetta verið nokkuð rýmkað, og um leið er f'átækum piltum, sem þurfa að vinna sér inn peninga yfir sumarið, gert kleift að sækja skólana. Það hefur og sýnt sig, að margir bændasynir eiga erfitt með að vera heiman að allt sumarið, þar sem vinnuaflsskortur er svo tilfinnanlegur í sveitum landsins. Við hyggjum, að þessi breyt, geti orðið til þess að örva nokkuð sókn að skólunum.

Samkvæmt gömlu lögunum voru 2 fastakennarar auk skólastjóra, en nú er gert ráð fyrir þremur. Þetta virtist okkur nm. ofrausn og vildum ekki, að þeir yrðu fleiri en áður. Þá er annað afriði, að samkvæmt 3. gr. er heimilt að reisa hústað fyrir kennara og þjónustufólk skólanna í landi skólans á kostnað ríkissjóðs. Þetta fannst okkur ekki ná nokkurri átt. T.d. gæti þjónustustúlka krafizt þess, að yfir hana væri byggt. Að sjálfsögðu verður að sjá þessu fólki fyrir húsnæði, en svona heimild fannst okkur ekki ná nokkurri átt, og breyttum við því þessu. Nú er yfirvofandi dagskrá, sem ef til vill verður samþykkt. Við vildum nú ekki gera fleiri brtt., en sjá, hverju fram vindur. Mér virðist það kaldar kveðjur frá hv. 1. þm. N–M. til búnaðarskólanna, ef hann vill drepa málið nú þegar, þar eð búnaðarskólarnir hafa verið nokkurs konar brjóstmylkingar hans, svo að maður segi nú ekki hið gagnstæða, og þaðan hefur hann a.m.k. mikinn hluta frama síns.