15.03.1948
Efri deild: 78. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 352 í B-deild Alþingistíðinda. (466)

23. mál, bændaskólar

Frsm. meiri hl. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Við 2. umr. var þetta mál nokkuð rætt, og þarf ekki að endurtaka það, sem þá var sagt.

Ég get að mestu leyti verið sammála hv. 1. þm. N–M. um það, að þetta er ekki sú endanlega, eilífa úrlausn í málum búnaðarskólanna, sem gerð er í frv., en hitt er víst, að nokkuð er fært til bóta um fyrirkomulag í skólunum með þessu frv., einkanlega að staðfesta það, sem þegar er orðið um framhaldskennslu, þannig að héraðsráðunautar geti fengið sérstaka kennslu, og um leið yrði gert fært fyrir fátæka pilta, sem erfitt eiga heima fyrir og þurfa að vinna hjá foreldrum sínum á sumrin, að sækja þessa skóla. Það var sérstaklega þetta, sem okkur fannst vera til bóta í þessum efnum og það svo mikið, að ekki væri ástæða til, þar sem málið er búið að ganga gegnum Nd. og langt komið hér, að fara að feila það, því að ég tei þetta talsvert mikið spor í áttina. Um það, hvernig hið nýja frv. kann að verða, sem á að koma, eftir því sem hv. þm. N–M. boðaði, er engin ástæða til að tala.

Þá vil ég minnast á hina skrifl. brtt. hv. þm. Barð. um að fella niður 3. gr. frv. Ég álít, sérstaklega þegar þessi l. eiga ekki að vera nema fit bráðabirgða, enga nauðsyn á því að feila þessa gr., því að það er sérstaklega varðandi nýbýlin, sem honum er þyrnir í augum, og vill hann meina, að þau eigi að heyra öll undir nýbýlalöggjöfina. Má vel vera, að það sé nokkur stafur fyrir því, en eins og hér er gert ráð fyrir í 3. gr., þá er þetta aðeins fyrir fasta kennara, sem reisa á nýbýli. Það eru nú komin upp nýbýli fyrir tvo kennara við Hvanneyrarskólann, og eitthvað svipað hefur eftir þörfum átt sér stað við Hólaskóla. Styrkveitingar til þessara nýbýlastofnana eru háðar því skilyrði, að þar verði farið eftir ákvörðunum landbrh. í samráði við viðkomandi skólastjóra og fjárveitingar verði eftir því, sem ákveðið er í fjárlögum hverju sinni, og þegar þessi skilyrði eru sett, þá er engin hætta, að farið verði mjög freklega í þessa sálma, og tel ég rétt, og sú mun skoðun meiri hl. landbn., að samþykkja frv. óbreytt og fella brtt. hv. þm. Barð., en persónulega geri ég það þó ekki að neinu kappsmáli.