28.10.1947
Neðri deild: 9. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 356 í B-deild Alþingistíðinda. (484)

13. mál, Landsbanki Íslands

Frsm. meiri hl. (Finnur Jónsson):

Herra forseti. Þetta mál er það einfalt, að ég sé ekki ástæðu til að hafa um það mörg orð. Meiri hl. fjhn. leggur til, að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir og heimildin gefin til fimm ára að sinni til slíkrar undanþágu.

Minni hl., hv. 2. þm. Reykv., hefur sérstöðu í þessu máli og gerir sjálfsagt grein fyrir afstöðu sinni, þó að hann hafi áður gert það í ýtarlegu nál. En meiri hl. gat ekki fallizt á þá skoðun, að ástæða væri til í sambandi við þetta mál sérstaklega að gera aðrar ákvarðanir eða till. en þær, sem um ræðir, og leggur því til, að frv. verði samþ. óbreytt.