16.02.1948
Neðri deild: 57. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 370 í B-deild Alþingistíðinda. (515)

148. mál, meðferð einkamála í héraði

Skúli Guðmundsson:

Ég vil ítreka það, að mér finnst, að n. mætti athuga þetta mál nánar, því að mér finnst, bæði af því, sem kemur fram hjá hæstv. ráðh. og hjá hv. 7. þm. Reykv. (JóhH), að fyrir þeim vaki eitthvað annað en það, sem orðalagið bendir til. Mér skilst, að ráðh. hafi þrátt fyrir þessa breyt. engu meiri rétt til að láta dómara víkja frá störfum en aðra embættismenn. Og hv. 7. þm. Reykv. (JóhH) segir, að maður, sem víkið er frá störfum skv. þessu, gæti krafizt skaðabóta. Þetta finnst mér nokkuð annað en það, sem fá má út úr frv. við lestur þess.