16.02.1948
Neðri deild: 57. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 370 í B-deild Alþingistíðinda. (516)

148. mál, meðferð einkamála í héraði

Frsm. (Jóhann Hafatein):

Ég ætla að svara þessum síðustu orðum. Það var gerð grein fyrir þessu í hinni upphaflegu framsöguræðu hæstv. dómsmrh., og okkur þótti ekki ástæða til að breyta því í n. Það getur verið, að það villi menn, að það er sérstaklega tiltekið, að menn fái sömu eftirlaun og dómari fengi, ef hann gegndi starfinu til 70 ára aldurs. Ég hef litið svo á, að í því felist bending um það, hvað viðkomandi maður fengi, ef honum væri vikið frá, en ég hef litið svo á, að fram yfir það ætti hann allan skaðabótarétt eins og fyrr.

Annað atriði vildi ég nefna í sambandi við ræðu hv. 5. þm. Reykv. (SK). Hann sagði, að það opnuðust nýjar leiðir til þess að láta menn fara frá. Ég verð að endurtaka það, að aldurshámarkið er eftir sem áður 70 ár, en ekki 65 ár eins og fyrr. Hér hefur tvennu verið blandað saman: aldurshámarki og réttarstöðu, sem er sitt hvað.