02.03.1948
Efri deild: 72. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 378 í B-deild Alþingistíðinda. (538)

134. mál, eignakönnun

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Frv. þetta, er hæstv. forseti samþykkti sem brbl.. hefur nú verið í gildi um nokkurt skeið. Samkvæmt því er ekki skylda að gefa upp vegna eignakönnunar fjárhæðir í sparisjóðsbókum, sem minni eru en 200 kr., og hefur það orðið til mikilla þæginda, því að fjöldi innstæðna fellur undir þetta, og hefur það gert eignakönnunina umfangsminni en ella hefði orðið.

Nefndin hefur haft þetta frv. til athugunar og taldi sig einróma fylgjandi því, að frv. væri samþ. eins og fyrir liggur, og ég vænti þess, að svo verði, enda í raun og veru liðnir þeir tímar, er það nær til. — Hef ég svo ekki fleira um þetta að segja.