09.03.1948
Efri deild: 77. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 380 í B-deild Alþingistíðinda. (547)

134. mál, eignakönnun

Páll Zóphóníasson:

Ég verð að viðurkenna, að þegar ég samdi mína brtt., þá var mér ekki kunnugt um þessa reglugerð, og er skammarlegt að segja frá því, því hún er samin fyrir áramót. En nú höfum við talað um þetta, ég og hv. þm. Dal., og ég get yfirleitt gengið inn á hans brtt., með henni er reglugerðinni fundin stoð í h, sem hún hefur ekki nú, en hins vegar tel ég, að nokkur atriði þessa máls mættu betur fara. Ég kann ekki vel við þá leynd, að enginn maður fái að sjá þetta annar en framtalsn., hún ákveður, hverjir eigi að borga skatt, og sendir þeim í ábyrgðarbréfi tilkynningu um, að þeir eigi að borga, þeir geta kært til hennar og skotið úrskurðinum til fjmrn., annars veit enginn, hvað hver maður á að greiða mikið. En eins og þetta mál er í pottinn búið frá fyrstu hendi, held ég að með brtt. komi eitthvað betra út úr þessu en með reglugerðinni eins og hún er, sem á enga stoð í lögum.