23.01.1948
Neðri deild: 45. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 385 í B-deild Alþingistíðinda. (577)

127. mál, dýrtíðarráðstafanir

Forsrh. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Herra forseti. 19. des. s.l. reiknaði kauplagsnefnd út húsaleiguvísitölu samkv. 6. gr. l. nr. 39 frá 1943 og lagði þá til grundvallar hina almennu vísitölu eins og hún var 1947, en ekki l. nr. 128 frá 1947, um dýrtíðarráðstafanir, sem samþ. voru í þann mund. Með því að dýrtíðarlögin slógu því föstu í 12. gr.. að miða skyldi við verðlagsuppbót eigi hærri en 300, og í 15. gr., að ráðstafanir skuli gerðar til þess að færa niður verð á hvers konar vörum, verðmæti og þjónustu til samræmingar við niðurfærslu vísitölunnar, átti það einnig að ná til ákvarðana kauplagsnefndar um húsaleiguvísitöluna. En eftir að n. hafði reiknað út húsaleiguvísitöluna á áður gildandi grundvelli, var henni bent á það af félmrn. að reikna hana út eftir hinum nýju lögum um dýrtíðarráðstafanir, sem gengu í gildi um áramótin, en af einhverjum misskilningi reiknaði hún samt ekki út samkv. þeim, og þá voru gefin út brbl. og kauplagsnefnd þar með boðið að reikna út nýja húsaleiguvísitölu, er gildi frá 1. jan. til 31. marz 1948, þar sem lögð er til grundvallar hin almenna vísitala 300. Eftir að þessi brbl. voru gefin út, reiknaði nefndin út húsaleiguvísitöluna í samræmi við þau, en vegna misskilnings, sem kom fram í meðferð málsins., var nauðsynlegt að setja þessi brbl. Er þess svo að vænta, að Alþ. samþ. þau nú hér í samræmi við dýrtíðarlögin, sem það hefur áður afgr.

Að lokinni umræðu óska ég eftir, að málinu verði vísað til 2. umr. og fjhn.