18.03.1948
Efri deild: 81. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 394 í B-deild Alþingistíðinda. (601)

127. mál, dýrtíðarráðstafanir

Brynjólfur Bjarnason:

Herra forseti. Hv. frsm. sagði, að n. væri sammála um það að mæla með frv., en ég hefði áskilið mér rétt til að bera fram brtt. Ég lagði til, að kauplagsnefnd reiknaði út meðalhúsaleigu í Rvík og að hún yrði lögð til grundvallar við útreikning verðlagsvísitölu samkv. l. frá 1940. Húsaleigan hefur ekki haft mikil áhrif á vísitöluna. Þeir, sem haft hafa með þessi mál að gera, segja, að vísitalan muni hækka um 19 stig, ef tillit sé tekið til þeirrar hækkunar, sem orðið hefur á húsaleigunni á undanförnum árum. Þessi hækkun hefði áður a.m.k. haft í för með sér hækkun á kaupgjaldi í landinu, en nú er viðhorfið breytt, þar sem það hefur verið ákveðið með l., að vísitalan sé 300. Þetta hefur því ekki í för með sér neina hækkun eða breytingar á kaupgjaldi, heldur er aðeins um það að ræða, að hagskýrslurnar séu réttar, Ég ræddi um þetta í n., en það varð ekki samkomulag um það, þótt ég yrði ekki var við það. að nokkur rök kæmu fram gegn þessu. D. ætti að geta fallizt á þessa till. mína, því að það er erfitt að skilja það, að r.okkur maður geti verið á móti því, að vísitalan sé rétt reiknuð út.