02.03.1948
Efri deild: 72. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 444 í B-deild Alþingistíðinda. (684)

61. mál, sementsverksmiðja

Hannibal Valdimarsson:

Ég vil taka það fram. að mér er ákaflega óljúft að sætta mig við, að þessi hv. þd. taki við hverju málinu á fætur öðru sem hæstv. ríkisstj. flytur, án þess að hæstv. ríkisstj. virði þau svo mikils að leggja þau fyrir hv. d. Ég vil því mjög ógjarnan taka þátt í að vísa áfram máli, sem ríkisstj. ekki leggur fyrir hv. d., þó að hún flytji málið. Hér er um stórmál að ræða og því fyllsta ástæða til þess af hálfu ríkisstj. að gera grein fyrir þessu máli. Ég mun því sitja hjá við þessa atkvgr. og mun gera það. þegar svona stendur á um mál, sem hæstv. ríkisstj. flytur.