16.03.1948
Efri deild: 79. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 445 í B-deild Alþingistíðinda. (688)

61. mál, sementsverksmiðja

Sigurjón Á. Ólafsson:

Herra forseti. Út af þessum tilmælum hv. þm. Barð. virðist mér nú. að sú ósk sé ófyrirsynju. Og ég byggi það á því. að ég leit svo á, að hv. þm. Barð. væri í raun og veru ekki okkur hinum nm. sammála um að afgreiða þetta frv. Ég gat ekki skilið annað á þessum hv. þm. á þriðja fundi n., þar sem hann aðeins leit inn, því að þá féllu hjá honum nokkur orð, sem ég gat ekki skilið á annan veg en þann, að hann væri ósammála um að afgreiða frv. En hvað sem þessu líður, vildi ég mælast til þess. að málið gangi í gegnum 2. umr. nú, og svo hefði iðnn. fund á milli umr., ef ske kynni, að hún vildi fallast á einhverjar brtt. frá hv. þm. Barð. Ég hygg, að þeir fjórir nm., sem mynda meiri hluta um þetta mál, séu að athuguðu máli alveg á einu máli um það, að ekki sé vert að gera breyt. á frv., og hv. frsm. n. hefur skýrt. hvers vegna. Hins vegar skal ég ekki dylja það, að mér skilst, að samkomulag sé hjá a.m.k. allfIestum þm. um það, að þetta mál geti náð samþykki þessa þings. Of mikil töf má ekki verða á afgreiðslu málsins hér í þessari hv. d., svo skammt sem nú er ætlað, að verði til þingloka. ef takast á að koma málinu í gegn á þessu þingi. Þess vegna vildi ég óska, að 2. umr. málsins væri látin nú ganga í gegn án frestunar, og svo yrði málið að sjálfsögðu tekið til athugunar í n. milli umr. Þetta er mín till.