18.03.1948
Efri deild: 81. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 465 í B-deild Alþingistíðinda. (707)

61. mál, sementsverksmiðja

Gísli Jónsson:

Ef þessi breyt. er gerð, get ég fylgt málinu og treysti því, að hæstv. ráðh. láti fara fram nákvæma rannsókn á þessu. Það er rangt, að ég hafi sett það fyrir mig, hvar verksmiðjan verði sett, heldur var það hitt, að ég taldi málið ekki nægilega undirbúið og því ekki hægt að staðsetja verksmiðjuna strax.

Mig undrar það, að hæstv. ráðh. skyldi fá sig til að koma með þá yfirlýsingu að hann hefði ekki sagt, að sandurinn væri ekki nægilega hreinn, heldur vantaði í hann efni. Í gær sagði hann, að sandurinn væri óhreinn, en í dag segir bann, að vanti í hann efni.

Áður en undirbúningurinn verður betri getur hæstv. ráðh. ekki tekið á sig þá ábyrgð að láta reisa verksmiðju fyrir 15 millj. kr.

Ég vil svo að lokum spyrja að því, hvað liggur til grundvallar því, að leitað hefur verið álits hv. þm. V-Ísf. um þetta mál.