18.03.1948
Efri deild: 81. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 466 í B-deild Alþingistíðinda. (708)

61. mál, sementsverksmiðja

Atvmrh. (Bjarni Ásgeirsson):

Eins og komið hefur fram, hefur verið á það fallizt að draga til baka 2. stafl., og skal ég ekki ræða frekar um það.

Mér virðist hv. þm. Barð. sjálfum sér samkvæmur með að misskilja og fá út úr orðum mínum annað en ég sagði.

Út af því, að rætt var við hv. þm. V-Ísf. um málíð, vil ég segja það, að það var gert vegna þess að rétt þótti að tala við menn í Nd., sem áhuga hafa á þessu máli, m.a. til þess að málinu yrði ekki flækt milli deilda og þannig dregið á langinn.