22.03.1948
Neðri deild: 80. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 493 í B-deild Alþingistíðinda. (761)

187. mál, síldarvinnslutæki o.fl.

Frsm. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Þetta mál var í athugun hjá fjhn., en ekki hefur verið útbýtt neinu nál., en ég get lýst því, að n. var sammála um að samþ. frv. óbreytt. Hv. 2. þm. Reykv. hefur þó fyrirvara um afstöðu sína, eins og fram kom við 1. umr. Hann fylgir málinu, þar sem hæstv. fjmrh. hefur lýst yfir því, að hér verði aðeins um venjulega lántöku að ræða án sérstakra skilyrða annarra en vaxta og afborgana. Ég held, að það hafi einungis verið þetta, sem vakti fyrir hv. 2. þm. Reykv., og kannast hv. þm. við þetta frá 1. umr.