27.10.1947
Efri deild: 9. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 28 í B-deild Alþingistíðinda. (77)

3. mál, eignakönnun

Pétur Magnússon:

Þegar á öndverðu ári 1946 var gerð ráðstöfun til þess að láta slá nýja einnar og tveggja króna peninga. Þá voru umr. uni það í fjvn. að láta slá 4 og 5 króna málmpeninga. Það var ekki gert þá og þótti rétt að láta 2 kr. peningana ganga fyrir, þar sem aðkallandi var að fá þá og séð var fyrir, að mikill dráttur yrði á, að peningar fengjust, en þetta var þá í athugun í fjvn. Ég er ekki viss um, hvort það er hægt vegna laga Landsbankans að láta slá 5 kr. skiptimynt, nema með samkomulagi við bankann. Og ég held, að það yrði auðfengið, því að útgáfa á 5 kr. seðlum hefur ekki borið sig hjá bankanum. 4 kr. er vafalaust heimilt að láta slá án þess að breyta lögum Landsbankans. Verðgildi á peningum er ekki mikið nú, og meðferð á seðlum er slæm hér, og væri hagkvæmt að láta gera þetta. Ég kvaddi mér hljóðs í því skyni að benda hæstv. fjmrh. á það, hvort ekki væri rétt að athuga þetta nánar, og ef' hann kæmist að þeirri niðurstöðu, að þetta væri hagkvæmt, þá verði séð um að fá slegna 4 eða 5 kr. peninga.