15.03.1948
Efri deild: 78. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 509 í B-deild Alþingistíðinda. (782)

178. mál, fiskmat o.fl.

Frsm. (Gísli Jónsson):

Út af orðum hv. 1. landsk., að það sé óviðeigandi að ræða það, af hvaða hvötum afstaða freðfisksmatsstjóra sé sprottin, þá vil ég benda hv. 1. landsk. á, að hann byrjaði sjálfur að ræða málið á þeim grundvelli og nota þess háttar rök og hlaut því að fá svar.

Mér þætti annars vænt um, ef hv. 1. landsk. gæti sjálfur lært að beygja sig fyrir rökum, en það virðist hann ekki hafa lært eftir 20 ára setu hér á Alþ. og hefur ekki enn fært nein rök fram í þessu máli.