22.03.1948
Neðri deild: 78. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 511 í B-deild Alþingistíðinda. (792)

178. mál, fiskmat o.fl.

Frsm. (Finnur Jónsson):

Herra forseti. Sjútvn. hefur lítinn tíma haft til athugunar á þessu máli. Ríkisstj. hefur lagt mikla áherzlu á það, að mál þetta nái nú fram að ganga, og hefur n. talið rétt að mæla með frv. með lítils háttar breyt. við 12. gr., 3. málsgr., að á eftir orðunum „farma af fiski“ komi: að ísuðum fiski undanskildum. — Eins og frv. kom frá Ed., var gert að skyldu að hafa hleðslustjóra með skipunum, en öll útskipun er nú undir eftirliti hleðslustjóra og matsmanna. N. taldi því rétt að leggja til, að frv. yrði samþ. með þessari breyt.