02.02.1948
Sameinað þing: 40. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 525 í B-deild Alþingistíðinda. (837)

129. mál, fjárlög 1948

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. Góðir hlustendur. Eftir að lögin um dýrtíðarráðstafanir höfðu verið samþykkt á Alþ. skömmu fyrir síðustu áramót, var fyrirsjáanlegt, að víðtækar breytingar þurfti að gera á fjárlagafrv. því, er þá lá fyrir Alþ. Fór Alþ. þess á leit við mig, að ég legði fram nýtt fjárlagafrv. samræmt ákvæðum dýrtíðarlaganna. Hef ég orðið við þeirri ósk og nýju frv. til fjárlaga fyrir árið 1948 þegar verið útbýtt á Alþ. En áður en ég geri þetta frv. að umræðuefni, þykir hlýða að skýra Alþ. frá fjárhagsafkomu ríkissjóðs á s.l. ári samkvæmt þeim gögnum, er nú liggja fyrir.

Samið hefur verið bráðabirgðayfirlit um tekjur og gjöld ríkisins árið 1947, svo hljóðandi:

Yfirlit um tekjur og gjöld ríkissjóðs árið 1947.

Tekjur:

Fjárlög

Til des. '47

Tekju- og eignarskattur og viðauki

35 000 000.00

44 395193 00

Stríðsgróðaskattur, hluti ríkissjóðs

3 000 000.00

4 082 321.00

Fasteignaskattur

600 000.00

643 855.00

Lestagjald af skipum

100 000.00

141 319.00

Vörumagnstollur

17 400 000.00

23 491719.00

Verðtollur.

72 500 000.00

72 255120.00

Innflutningsgjald af benzíni

5 800 000.00

2 900 747.00

Gjald af innlendum tollvörum

3 000 000.00

3 185 312.00

Bifreiðaskattur

3 300 000.00

2 808 748.00

Aukatekjur

1 600 000.00

1917 896.00

Stimpilgjald

4 000 000.00

5 424 851.00

Vitagjald

600 000.00

851152.00

Leyfisbréfagjald

100 000.00

125 285.00

Erfðafjárskattur

200 000.00

296 566.00

Veitingaskattur

1 000 000.00

1 656 787.00

Ríkisstofnanir

53 341 572.00

70 488 845.00

Aðrar tekjur (aðallega af sölu setuliðseigna)

698107.00

2 384 789.00

202 239 679.00

237 050 505.00

= Hækkun eftirst. á árinu ca.

5 000 000.00

Samtals

202 239 679.00

232 050 505.00

Tekjur ársins 1947 munu ekki breytast mjög vegna dýrtíðarráðstafana og vegna tryggingamikið frá því, sem hér er talið. Hins vegar munu laganna, og telja má víst, að eitthvað bætist við gjöldin hækka verulega. T.d. er mikið ógreitt á flestum greinum fjárlaganna.

G j ö 1 d:

Fjárlög

Til des. '47

7. gr.

Vextir

1 169 193,00

2 229 459.00

8. –

Forsetaembættið

362 603.00

276 852.00

9. –

Alþingiskostnaður

1 515 576.00

1 338 066.00

10. —

I.

Ríkisstjórnin

2 528 892.00

3 344 531.00

10. –

II.

Hagstofan

311 677.00

337 909.00

10. –

III.

Utanríkismál

1 461915.00

2146 512.00

11. –

A.

Dómgæzla og lögreglustj.

8 715 734.00

9 245 054.00

11. –

B.

Opinbert eftirlit

826 661.00

842 432.00

11. –

C.

Kostnaður við innheimtu

3 857 309.00

2 352 200.00

11. –

D.

Sameiginlegur kostnaður

825 000.00

799 628.00

12. –

Heilbrigðismál

11 631 819.00

10 390 841.00

13. –

A.

Vegamál

21 757 520.00

25 658 045.00

13. –

B.

Samgöngur á sjó

3 446 000.00

3 701 399.00

13. –

C.

Vitamál og hafnarg.

10116 100.00

9158 940.00

13. –

D.

Flugmál

4 259 700.00

3 445 537.00

14. –

A.

Kirkjumál

3161 760.00

3145 200.00

14. –

B.

Kennslumál

29 070 818.00

31 690 879.00

15. –

A.

Til opinberra safna o. fl.

2 516 793.00

2185 384.00

15. -

B.

Til rannsókna í opinbera þágu

3 368181.00

4168 533.00

16. –

A.

Landbúnaðarmál

16 097 695.00

17 430 009.00

16. –

B.

Sjávarútvegsmál

964 500.00

927 330.00

16. –

C.

Iðnaðarmál

655 860.00

385 010.00

16. –

D.

Raforkumál

4 228 000.00

3 673 026,00

17. –

Félagsmál

23 632 690:00

21 638130.00

18. –

Eftirlaun og tillag til lífeyrissjóðs

4 544 350.00

4 516 583.00

19. –

Óviss útgjöld

500 000.00

3 039 886.00

19. –

Til dýrtíðarráðstafana

35 000 000.00

23 518 836.00

196 526 346.00

191586 211.00

22.

gr.

Heimildarlög

724 521.00

Sérstök lög

10 413151.00

Þingsályktanir .

387 542.00

Væntanleg fjáraukalög

1 420 201.00

Samtals

196 526 346.00

204 531 626.00

Þessu samkvæmt hafa tilfallnar tekjur ríkisins á árinu numið samtals 237 millj. kr., en áætlað er, að hækkun eftirstöðva á árinu verði um 5 millj. kr., sökum þess að lagt var fyrir innheimtumenn ríkisins að loka sjóðum um áramót vegna framkvæmda laganna um eignakönnun, þannig að þær tekjur, sem ríkissjóður fær til umráða á árinu, nemi kr. 232 millj., en það er 30 millj. meira en áætlun fjárl. var.

Helztu hækkanir eru þessar: Tekju- og eignarskattur hefur farið 9.3 millj. fram úr áætlun, stríðsgróðaskattur 1 millj., vörumagnstollur, þar í innifalinn benzíntollur, 6 millj., verðtollur hins vegar ekki gert betur en standast áætlun, stimpilgjald farið 1.4 millj. fram yfir áætlun, veitingaskattur 0.7 millj. og óvissar tekjur 1.7 millj., benzíngjald, 9 aura gjaldið, 3 millj. Bifreiðaskatturinn hefur orðið 0.5 millj. lægri en gert var ráð fyrir í fjárl.

Tekjur af ríkisstofnunum reyndust 70.5 millj. eða rúmar 17 millj. meiri en áætlað var. Ágóði af áfengissölu varð alls 47 millj. og fór 11 millj. fram úr áætlun. Hagnaður af tóbakseinkasölu varð 22 millj. eða 6.5 millj. umfram áætlun. Tap varð á rekstri póstsins 1250 þús. Landssmiðjan kom út með 171 þús. kr. hagnað á árinu, en jafnframt var afskrifað tapið á rekstri skipasmíðastöðvarinnar við Elliðaárvog, rúmar 2 millj. kr. Áður var afskrifað um 250 þús., þannig að alls hefur tapið á rekstri þessa fyrirtækis orðið 2.3 millj. kr.

Ætla má, að þetta tekjuyfirlit sé allnákvæmt, svo að ganga megi út frá, að tekjurnar breytist litið frá því, sem hér er talið.

Öðru máli gegnir með útgjöldin. Til áramóta er útborgað alls 204.5 millj. kr., en vitað er um marga útgjaldaliði samkv. fjárl., sem ekki voru greiddir þá, og er gizkað á, að þeir nemi um 9–10 millj. kr. Við þetta bætist svo ábyrgð á fiskverði samkv. l. nr. 97 1946, um ríkisábyrgð vegna bátaútvegsins o.fl., sem ekkert er til upp i, því að þær tekjur, sem áttu að mæta fiskábyrgðinni, brugðust algerlega, svo sem kunnugt er. Eftir því sem næst verður komizt, mun fiskábyrgðin verða allt að 23 millj. króna, sem að vísu ekki verður greidd nema með nýjum lánum, en verður að færast með rekstrarútgjöldum fyrra árs. Þegar þetta er tekið með í reikninginn, er fyrirsjáanlegt, að rekstrarafgangur verður enginn og að líkindum einhver rekstrarhalli. Vegna þess, hve mikið er ógreitt af fyrra árs útgjöldum, verður ekki á þessu stigi málsins séð með vissu, hvernig hinir einstöku útgjaldaliðir standast áætlun, en þó skal drepið á nokkur atriði í því sambandi.

Vextir hafa farið 1.1 millj. kr. fram úr áætlun, sem stafar af því, að ekkert hafði verið áætlað fyrir vöxtum af yfirdráttarláni hjá Landsbankanum. Höfðu engir slíkir vextir verið greiddir undanfarin ár, sökum þess að ýmist þurfti ríkissjóður ekki á slíku láni að halda eða aðrar innistæður ríkisins í bankanum, sem engir vextir greiddust af, námu sömu fjárhæð eða meira en skuld ríkissjóðs var, þannig að bankinn gekk ekki eftir vöxtunum. En á s.l. ári óx skuldin mjög verulega, samtímis því sem sjóðir, svo sem raforkusjóður og hafnarbótasjóður, gengu mjög til þurrðar, svo að vextir af bankaskuldinni urðu rúm 1 millj. kr.

Kostnaður við vegamál hefur farið 4 millj. kr. fram úr áætlun, sem eingöngu stafar af auknum viðhaldskostnaði þjóðvega.

Kostnaður við kennslumál var um áramót kominn upp í 31.7 millj. kr. og hafði farið 2.7 millj. kr. fram úr áætlun.

Vegna landbúnaðarmála hafði verið greitt 17 millj. eða 1.4 millj. fram yfir áætlun, þ.e. 600 þús. vegna sauðfjárveikivarna og 800 þús. í jarðabótastyrk umfram áætlun.

Auk þess hefur síðan verið greitt framlag til ræktunarsjóðs lögum samkv., 500 þús., sem ekki stóð í fjárlögum. Þeir útgjaldaliðir, sem mest er vangreitt af, eru framlag til Tryggingastofnunar ríkisins sennilega um eða yfir 3 millj. kr.

Framlög til dýrtíðarráðstafana eru áætluð 35 millj. kr., þar af voru aðeins greiddar 23.5 millj. kr. við áramót. Ekki er auðvelt að gizka á, hve mikið þetta verður, en varla er við því að búast, að niðurgreiðslurnar verði undir 30 millj. kr., þannig að ógreitt kunni að vera 6–7 millj. kr.

Samkv. heimildarl. hafa verið greiddar 724 þús., eftir þál. 387 þús. kr. og gegn væntanl. fjáraukalögum 1.4 millj. kr., eða alls 2.5 millj. kr. Er þetta óvenjulega lítið, og má til samanburðar geta þess, að árið 1946 námu þessir útgjaldaliðir samanlagt um 10 millj. kr.

Samkv. sérstökum lögum hafa verið greiddar 9.3 millj. kr. Aðalfjárhæðirnar eru 4:6 millj. uppbætur á ull frá árunum 1943–1945 og 4.7 millj., sem er útborgað fé vegna fiskábyrgðarlaganna. Fyrir báðum þessum útgjöldum hafa verið tekin lán í Landsbankanum, svo sem fram kemur á sjóðsyfirliti. Ullaruppbótin nemur alls um 6 millj. kr., og er gert ráð fyrir, að lán fáist í Útvegsbankanum fyrir því, sem á vantar. Andvirði úrgangsullar, sem ýmist er seld eða verið að reyna að selja, verður látið ganga upp í lánin, eins og til hrekkur, en afgangurinn greiðist á næstu þrem árum. Fiskábyrgðin er áætluð 23 millj. kr., svo sem fyrr segir. Eftir er að greiða rúmar 18 millj. kr., sem ekki verður greitt nema af lánsfé. Standa vonir til, að bankarnir veiti lán til þessa, og mun því þessi liður ríkisreikningsins fyrir 1947 hækka að sama skapi.

Þegar frá eru teknar hinar stóru fjárhæðir til greiðslu ullaruppbóta og vegna fiskábyrgðarinnar, sem nú hefur verið greint frá, svo og þær umframgreiðslur, sem fyrirsjáanlegar eru, á vöxtum, vegamálum, kennslumálum og landbúnaðarmálum, er ekki ástæða til að halda annað en að aðrir útgjaldaliðir fjárl. fari ekki stórlega fram úr áætlun og miklu minna en oft hefur verið á undanförnum árum, enda voru útgjöldin áætluð miklu hærri en nokkru sinni fyrr og nær sanni en oft áður.

Niðurstaðan af því, er að framan segir, verður því þessi:

Ætla má, að tekjur ársins 1947 verði 232 millj. króna.

Útgjöld í árslok

204

millj.

kr.

Ógreidd útgjöld samkv. áætlun

10

Ógreitt vegna fiskábyrgðar

18

Samtals

232

millj.

kr.

eða m.ö.o., að um engan raunverulegan rekstrarafgang verður að ræða.

Skal nú vikið að inn- og útborgunum, sem ekki koma rekstrinum við, og eignahreyfingum, sem orðið hafa á árinu.

Hinn 31. des. var yfirdráttur ríkissjóðs á hlaupareikningi 1727 kr. 33 953 263.00, en var í ársbyrjun kr. 7 900 000.00 og hafði þá vaxið um kr. 26 053 263.00 á árinu. Samkv. bráðabirgðayfirliti er þessi skuldaraukning þannig til komin:

Samkvæmt skýrslu ríkisbókhaldsins um eignahreyfingar á árinu hafa inn- og útborganir utan við rekstur orðið sem hér segir:

Inn:

1.

Útdregin bankavaxtabréf

kr.

1 490 400.00

2.

Endurgreidd lán

11 622 903.00

3.

Tekin ný lán og auknar lausaskuldir

11 278 392.00

4.

Haldið eftir af launum upp í opinber gjöld ....

1353162.00

5.

Ofgreitt af tilfærðum gjöldum

167 815.00

Alls inn

kr.

25 912 672.00

Út:

1.

Keypt verðbréf

kr.

931 500.00

2.

Afborganir lána

3 535166.00

3.

Greitt af geymdu fé

3 421 380.00

4.

Reistar opinberar byggingar fyrir

12 527 901.00

5.

Jarðakaup

1 043 694.00

6.

Keyptur höggbor

105 000.00

7.

Bygging landshafna

2 343 099.00

8.

Bygging strandferðaskipa

3 427932.00

9.

Lánveitingar

12 748 404.00

10.

Ábyrgðir

4 435 338.00

11.

Greitt vegna

2 669 205.0(1

12.

Auknar innistæður hjá sendiráðunum

-

2 110 230.00

13.

Rekstrarfé opinberra stofnana

4 340 610.00

14.

Fyrirframgreitt vegna fjárlaga 1948

930000.00

15.

Óinnborgað af innh. tekjum

24 533 537.00

Alls út

kr.

79 102 996.00

Nú urðu rekstrartekjurnar alls á árinu

kr.

232 050 505.00

Innborgað samkv. yfirliti um eignahreyfingar..

25 912 672.00

Peningar í sjóði í ársbyrjun

216 362.00

Alls

kr.

258179 539.00

Rekstrarútgjöld urðu hins vegar

kr.

204531626.00

Útborgað samkv. yfirliti um eignahreyfingar

79 102 996.00

Í sjóði 31. desember

598180.00

Alls

kr.

284 232 802.00

Innborgað

258179 539.00

Mismunur

kr.

26 053 263.00

sem samsvarar því sem næst hækkun yfirdráttarins á árinu.

Flestir liðir skýrslunnar þurfa ekki skýringar við, en um einstaka liði skal þetta tekið fram. Alls hafa verið veitt lán úr ríkissjóði til ríkisstofnana og ýmissa framkvæmda, er ríkið hefur með höndum, 12.7 millj. kr., en endurgreitt af þeim lánum og eldri lánum 11.6 millj. kr., þannig að lánveitingar umfram endurgreidd lán eru um 1.1 millj. Lán tekin á árinu eru 11.3 millj. kr. Eru þetta lán þau, sem áður getur, til greiðslu ullaruppbóta 4 650 000 kr., og vegna fiskábyrgðarlaganna 4 675 000 kr. Hitt eru ýmsar lausaskuldir, sem myndazt hafa, aðallega aukin skuld í Handelsbanken í Kaupmannahöfn vegna smjörkaupa ríkisins.

Jarðakaup 1 043 000 kr. er fyrir keypt lönd í Hveragerði í Ölfusi, rúmar 700 000 kr., Engey 250 000 kr. og Gjábakka 60 þús. kr. Ábyrgðir 4.4 millj. kr., þar af vegna síldarverksmiðja ríkisins 3.2 millj. kr., Siglufjarðarkaupstaðar 728 þús. kr., Skagastrandar (hafnarlán) 108 þús. kr. auk ýmissa minni upphæða.

Auknar innistæður hjá sendiráðunum stafa af því, að sendiráðin gera reikningsskil eftir á ársfjórðungslega og því ófært til gjalda nokkuð af kostnaði sendiráðanna og annað fé, er þau hafa lagt út fyrir ríkissjóð.

Rekstrarfé opinberra stofnana 4.3 millj. kr. Af skýrslunni sést, að útborgað hefur verið utan þess, sem ráð er fyrir gert á 20. gr. fjárlaga, eftirtaldar fjárhæðir:

1.

Af geymdu fé ...............

3.4

millj.

kr.

2.

Jarðakaup

1

3.

Til landshafna

2.3

4.

Til strandferðaskipa

3.4

5.

Aukin útlán

1.1

6.

Ábyrgðir

4.5

7.

Vegna alþjóðaflugferða

2.7

8.

Auknar innistæður sendir

2.1

9.

Rekstrarfé opinb. stofn

4.3

10

Fyrirframgr. vegna fjárlaga

0.9

Alls

25.7

millj.

kr.

Í skýrslu þeirri, er ég gaf Alþ. við 1. umr. fjárlaga í haust, sýndi ég fram á, að á árinu 1946 og 1947 hefði verið varið 32 millj. króna til ýmiss konar framkvæmda, sem ríkið hefur með höndum, án þess fjár hafi verið aflað til þeirra með fjárveitingum eða lánum. Nú hefur þessi fjárhæð aukizt enn og mun nema allt að 35 millj. kr. Ríkisstjórnin hefur gert ítrekaðar tilraunir til að afla lánsfjár innanlands, en þær tilraunir hafa engan árangur borið. Hin mikla fjárfesting, sem átt hefur sér stað undanfarin ár bæði á sviði atvinnuveganna, byggingar íbúðarhúsa o.fl. á sjálfsagt sinn stóra þátt í, hve erfitt er nú um útvegun lánsfjár, og lögin um eignakönnun hafa rekið smiðshöggið á þetta ástand. Að sjálfsögðu mun ríkisstj. halda áfram tilraunum sínum í þessa átt, hver sem árangurinn verður. Af eftirfarandi yfirliti má sjá, hvernig handbært fé ríkissjóðs hefur smám saman gengið til þurrðar og lausar skuldir aukizt. 1. jan. 1944 voru peningar í sjóði og inneign í Landsbankanum kr. 20.5 millj., en í árslok kr. 16.5 millj. og hafði sjóðseign því minnkað um 4 millj. kr. Í árslok 1945 er sjóðseignin 13.9 millj. kr., og hafði því sjóðseignin rýrnað á því ári um 2.6 millj. Í árslok 1946 er sjóðurinn horfinn og komin skuld við Landsbankann, 7.9 millj., eða alls 21.8 millj. kr., sem fest hafði verið á árinu. En á árinu 1947 varð hækkun yfirdráttarins 26 millj. kr., eins og fyrr segir.

Eins og skýrt hefur verið, var yfirdráttur ríkissjóðs í Landsbankanum um síðustu áramót rúmar 33 millj. kr. Alveg fyrirsjáanlegt er, að þessi skuld heldur áfram að vaxa, bæði sökum þeirra framkvæmda, sem ríkið hefur með höndum og ekkert fé er ætlað til á fjárlögum, svo sem byggingar strandferðaskipa o.fl., sem ekki verður hætt við, og einnig sökum þess, að samkvæmt reynslunni hrökkva tekjurnar ekki fyrir útgjöldum fyrri hluta ársins, vegna þess að tekjuskatturinn, einn stærsti tekjuliður fjárlaganna, fellur ekki í gjalddaga fyrr en á manntalsþingum og fer raunar ekki að renna að nokkru inn í ríkissjóð fyrr en í september. Það er því brýn nauðsyn að breyta þessari skuld í fast lán að einhverju eða öllu leyti, því að bæði er þetta mjög óhagstætt lán og auk þess eru að sjálfsögðu takmörk fyrir því, hve lengi Landsbankinn getur veitt lán til daglegra rekstrarútgjalda ríkissjóðs.

Þar við bætist svo nauðsynlegt lán vegna fiskábyrgðarlaganna, 18 millj. kr., en ríkissjóður getur ekki staðið við skuldbindingar sínar samkv. þeirri löggjöf nema með nýrri lántöku.

Enn fremur er aðkallandi að útvega lán handa ræktunarsjóði, 10 millj. kr., og 5 millj. kr. samkv. l. um landnám, nýbyggðir og endurbyggingar í sveitum. Loks er óhjákvæmilegt að afla lánsfjár, 5 millj. kr., samkv. dýrtíðarlögunum til aðstoðar útvegsmönnum, sem biðu stórtjón á síldveiðunum s.l. sumar.

Þessar fjárhæðir samanlagðar nema samtals 71 millj. kr., sem afla verður með lántökum, til þess að staðið verði við þau fyrirheit, sem Alþ. hefur gefið, og til þess að ríkisbúskapurinn verði rekinn með eðlilegum hætti þetta ár.

En með þessu er sagan ekki hálfsögð enn. Á árunum 1945 og 1946 voru samþykkt mörg lög, sem gerðu ráð fyrir stórfelldum framkvæmdum, sem allar átti að gera með lánsfé, má þar til nefna:

Lög nr. 90 1945, um kaup á nýjum strandferðaskipum, lánsheimild 7 millj. kr.

Lög nr. 104 1945, um aðstoð til síldarútvegsmanna, 4 millj. kr.

Fjárlög 1945, 22. gr. XVIII. Viðbótarframlag til fiskhafna, 2 millj. kr.

Lög nr. 59 1945, um aukið húsnæði í þarfir ríkisins, óákveðin upphæð, en Arnarhvoll mun kosta um 3 millj. kr.

Lög nr. 52 1945, um byggingu nokkurra rafveitna, 12 millj. kr.

Lög nr. 105 1945, um þátttöku Íslands í stofnun gjaldeyrissjóðs og alþjóðabanka, 2 millj. dollara, 13 millj. kr.

Lög nr. 109 1945, um togarakaup ríkisins, 60 millj. kr.

Lög nr. 19 1946, um lántöku til símaframkvæmda, 12 millj. kr.

Lög nr. 32 1946, um Austurveg, 20 millj. kr. Lög nr. 23 1946, um tunnusmíði, 3 millj. kr. Lög nr. 36 1946, um gistihús í Reykjavík, 5 millj. kr.

Lög nr. 47 1946, um síldarniðursuðuverksmiðjur, 3 millj. kr.

Lög nr. 54 1946, um skipakaupríkisins, Svíþjóðarbátar, 30 millj. kr.

Lög nr. 25 1946, um landshöfn í Keflavík og Njarðvíkurhreppi, 10 millj. kr.

Lög nr. 57 1946, um síldarverksmiðjur, 27 millj. kr., sem var hækkað með l. nr. 51 1947 upp í 43 millj. kr.

Lög nr. 82 1946, um lýsisherzluverksmiðju, 7 millj. kr.

Samtals 231 millj. kr.

Enn fremur má nefna lög nr. 73 1947 um innkaupastofnun ríkisins, og er lánsheimildin óákveðið.

Samkvæmt þessum heimildum hafa verið tekin lán sem hér segir, auk þess, sem innifalið er í yfirdrætti hjá Landsbankanum:

Lán í Tryggingastofnun ríkisins, til aðstoðar síldarútvegsmönnum 1945, 4 millj. kr.

Lán til fiskhafna, 1 millj. kr.

Til rafveitna hefur verið lánað úr raforkusjóði, en ekki annað lán tekið, 12 millj. kr.

Samið hefur verið við Landsbankann um lán vegna laga um gjaldeyrisvarasjóð og alþjóðabanka og sömuleiðis um togarakaup ríkisins, en lánsheimildin samkv. þessum lögum nam alls 73 millj. kr.

Til símaframkvæmda var tekið lán í Landsbankanum, 6 millj. kr.

Lánsheimild vegna Svíþjóðarbátanna notuð svo sem fengizt hefur lán til, en hún var 30 millj. kr.

Af lánsheimild vegna síldarverksmiðja ríkisins, notuð 27 millj. kr., en auk þess er skuld Landsbankans vegna bygginganna 13 millj. kr., sem semja þarf um.

Notaðar heimildir 153 millj. kr. Lánsheimildir alls 231 millj. kr. lánsheimildir ónotaðar 78 millj. kr.

Frá þessu má svo draga yfirdráttarlánið, sem áður er reiknað með, 33 millj. kr., og eru þá eftir af ónotuðum lánsheimildum 45 millj. kr.

Ekki eru þó öll kurl komin til grafar enn. Á Alþ. 1946 voru samþ. raforkulög, sem gera ráð fyrir stórfelldum framkvæmdum á sviði raforkumála. Samkv. áætlun rafmagnseftirlitsins um framkvæmdir á næstu 3 árum er gert ráð fyrir fjárfestingu á þessu sviði, er nemi alls um 53.3 millj. kr., og er lánsþörf ríkisins í því sambandi áætluð rúmar 53.3 millj. kr.

Samkv. þessu yfirliti er því lánsþörf ríkisins: óhjákvæmilegar lántökur á þ. á. 71 millj. kr. Lánsheimildir ónotaðar 45 millj. kr.

Lán til raforkuframkvæmda 53.3 millj. kr. Samtals um 170 millj. kr.

Alþingi það, sem setið hefur að völdum undanfarin 3 ár, verður vissulega ekki sakað um að hafa sýnt íhaldssemi í fjármálum. En þó hafa alltaf legið fyrir stórum meiri kröfur frá ýmsum hv. alþm. en Alþ. þó hefur fallizt á. Hitt er ef til vill sönnu nær að segja, að Alþ. hafi sýnt af sér fyrirhyggjuleysi og furðulegan skilningsskort á því ástandi, sem var að skapast í landinu eftir peningaflóð styrjaldaráranna. Síðustu 3 árin hefur verðþenslan farið sívaxandi, fjárfestingin verið gífurleg og útgjöld ríkissjóðs nærri sjöfaldazt síðan árið 1941 og nærri tvöfaldazt síðan 1944, að nokkru leyti vegna verðbólgunnar, en að langmestu leyti fyrir eigin tilverknað Alþingis, með fjárfrekri og fyrirhyggjulítilli löggjöf.

Auk þess, að skuldir ríkisins hafa vaxið allverulega í seinni tíð og svo hljóti að verða um skeið, ef allt á að komast í framkvæmd, sem Alþ. hefur samþ. að láta gera, og að vaxtagreiðslur hljóti að hvíla allþungt á fjárhag ríkisins á næstu árum, þá hefur verið svo um hnútana búið, einkum síðustu 2–3 árin, að nýtt viðhorf hefur skapazt í fjármálum ríkisins, ekki síður hættulegt fjárhag ríkisins, og á ég þar við ábyrgðir þær, sem ríkið hefur tekið á sig fyrir atbeina löggjafarvaldsins, ýmist samkv. sérstökum lögum, heimild í fjárlögum eða jafnvel samkv. einfaldri þingsályktun. Ábyrgðir þessar eru veittar bæjar- og sveitarfélögum, ýmsum stofnunum og félögum einstakra manna. Varla er hugsað til nokkurra stærri framkvæmda bæjar- og sveitarfélaga, nema ríkið sé á einhvern hátt við það riðið, ýmist með styrk, lánveitingum eða ábyrgðum og stundum allt þetta til samans. Af löggjöf síðari ára má nefna í þessu sambandi raforkulög, lög um hafnarbætur, lög um vatnsveitur, lög um byggingarsamvinnufélög o.m.fl. Og ábyrgðirnar eru svo sem ekki skornar við nögl, 75% allt upp í 85% af stofnkostnaði fyrirtækjanna. — Ábyrgðirnar nema nú samkv. skýrslum fjmrn. 283.9 millj. kr., og eru þar ekki taldar skuldir síldarverksmiðja ríkisins. Er þetta ískyggilega stór fjárhæð, þegar tekið er tillit til þess, að þessum lögbundnu ábyrgðum eru svo að segja engin takmörk sett, á meðan nokkurt fé fæst til nýrra framkvæmda. Við þetta bætist svo, að hætt er við, þegar að kreppir, að stjórnendur þeirra fyrirtækja, sem ríkið er í ábyrgð fyrir, freistist til að láta ríkissjóð sitja á hakanum í þeirri góðu trú, að hann verði vægastur í kröfum, og sannast bezt að segja mun ríkissjóði vera lítill akkur í því að ganga að slíkum fyrirtækjum, sem ekki geta borið sig á annað borð. Fyrir fram verður aldrei séð, hve miklu ríkissjóður þarf að svara út árlega vegna þessara ábyrgða, en það getur orðið stórmikið fé, ef illa árar. Að þessu leyti eru því ábyrgðirnar enn háskalegri en lánin. Ríkissjóður hefur þegar á s.l. ári fengið smjörþefinn af þessu, þar sem hann varð að greiða út alls rúmar 4 millj. kr. í þessu skyni. — Stærsti liðurinn, rúmar 3 millj. kr., er vegna síldarverksmiðjanna, og nú um áramótin hefur ríkissjóður að sjálfsögðu orðið að taka á sig afborganir og vexti af lánum vegna þessa fyrirtækis, sem mun nema rúmlega 1.5 millj. kr. í viðbót. Vegna Skeiðsfossvirkjunarinnar er þegar greitt kr. 728 493 vegna Siglufjarðar, og enn liggur beiðni fyrir frá sama kaupstað um kr. 571 242.49 greiðslu vegna ábyrgðar ríkissjóðs á sama mannvirki. Vonlaust er, að það beri sig, nema ný vélasamstæða fáist til viðbótar. — Eitt byggingarsamvinnufélag, sem ríkið er í. ábyrgð fyrir, Byggingarsamvinnufélag Ólafsvíkur, hefur gefizt upp. og verður ríkissjóður að ganga að eignum félagsins til þess að bjarga því, sem bjargað verður. Hér er því vissulega ástæða til að stinga við fótum og stöðva þessa þróun, sem sýnist geta leitt út í hreina ófæru.

Á 10. og 11. gr. fjárlaga er hinn svokallaði „administrative“ kostnaður ríkisins, en það er kostnaður við ríkisstjórn, utanríkismál, hagstofu, dómgæzlu, landhelgisvarnir, svo og kostnaður við innheimtu tolla og skatta, eða höfuðkostnaðurinn við rekstur ríkisins. þessir útgjaldaliðir hafa stórum vaxið að vísu síðan 1939 og þó einkum kostnaðurinn við utanríkisþjónustuna í sambandi við fullveldið og það, sem því fylgir. Frá 1939 til 1946 hafa útgjöldin á þessum 2 fjárlagagreinum nærri sjöfaldazt. Sé aftur á móti athugað hlutfallið 1939 og svo 1946 milli útgjaldanna, sem hér ræðir um og hafa sjöfaldazt eins og áður segir, og heildarútgjalda fjárlaganna hvort árið fyrir sig, kemur í ljós, að þau hafa verið 16% af útgjöldum ríkisins árið 1939, en árið 1946 ekki nema 12% af útgjöldunum í heild, þrátt fyrir það að kostnaðurinn hefur sjöfaldazt að krónutali. Þetta kemur af því, að útgjöld ríkisins í heild hafa aukizt mun meira eða nærri nífaldazt á þessum árum. Sú skoðun er oft í ljós látin, að það sé kostnaðurinn við rekstur ríkisins, „administrative“ kostnaðurinn, sem taumlausast hækki, en svo virðist ekki vera, þegar þetta er athugað, þótt segja megi, að hækkunin sé geysimikil. Það eru því aðrir kostnaðarliðir fjárlaganna, sem ganga enn lengra í því að krefjast útgjalda úr ríkissjóði og skatta af borgurum þjóðfélagsins, útgjaldaliðir, sem löggjöfin hefur enn meira vald á en þeim, sem hér hafa nefndir verið. Alþ. hefur á svo mörgum sviðum stofnað til aukinna útgjalda öðrum en þeim, sem beinlínis snerta rekstur ríkisins í þeim skilningi, sem hér hefur verið á drepið, að þar hafa enn þyngri lóð verið lögð á vogarskál útgjaldanna. Það er í fleiri efnum en einum eða tvennum, sem við þróun þessara hluta hér á Alþ. hefur verið hlaðið á ríkissjóðinn með löggjöf kvöðum og skuldbindingum um útgjöld, sem erfitt, ef ekki ókleift, verður að standa undir í framtíðinni og enda nú þegar.

Þótt ég leyfi mér að nefna örfá dæmi um þá útgjaldaliði síðustu ára eða aukningu þeirra, sem minnstum takmörkunum virðast hafa verið háðir hjá Alþ., er þar með enginn dómur látinn uppi um það, hvaða nauðsyn hafi til svo mikilla útgjalda knúið, og því síður um það raunverulega gagn, sem þjóðin kunni af þeim að hafa. T.d. kostuðu félagsmálin 1939 1.6 millj. kr., en eru nú áætluð 27 millj. kr. Kennslumálin kostuðu 1939 2.3 millj. kr., en eru nú áætluð 26.7 millj. kr. Um þau skal þess og getið, að 1947 voru þau um áramótin komin í 31.7 millj. kr. og þó ekki allt komið til reiknings frá því ári. Landbúnaðarmálin kostuðu 1939 2 millj. kr., en eru nú áætluð 16.7 millj. kr.

Ein og ekki minnsta ástæðan fyrir því, að sjóðir hafa gengið til þurrðar, lánsfé er uppurið og skattarnir og tollarnir enn of háir, er sú, að í allt of margt af fjárfrekum framkvæmdum er ráðizt á sama tíma. Kröfurnar til Alþ. frá stjórnarvöldum, flokkum eða einstökum þingmönnum um framlög úr ríkissjóði hafa ágerzt svo mjög á seinni árum, að mikil nauðsyn hefur á því verið, að Alþ. hefði skotið á frest að samþykkja og lögfesta þær í eins ríkum mæli og gert hefur verið. Þetta á ekki síður við um ábyrgðir þær, sem hlaðið hefur veríð á ríkið, og skyldur til lánsútvegana en hin hreinu og beinu fjárútlát.

Húsameistari ríkisins birti nýlega skýrslu um húsbyggingar á árinu 1947, sem ráðizt hefur verið í af hálfu hins opinbera eða hafinn er undirbúningur að. Skýrslan er gott vitni til sönnunar því forsjárleysi, er í þessum efnum ríkir hjá Alþ., — því að festa stórfé í opinberum byggingum á svo stuttum tíma sem þar segir, eða á einu ári.

Það ræður að líkindum, að gjaldþoli ríkisins er ofboðið á þennan hátt, enda verður þess vart. Þarfir fyrir sjúkrahús, læknabústaði, prestssetur, kirkjur, menntaskóla, gagnfræðaskóla, húsmæðraskóla, kvennaskóla, héraðsskóla, bændaskóla, barnaskóla, félagsheimili, sundlaugar, skrifstofubyggingar, hæstaréttardómarahús, bæjarfógetahús, pósthús, símahús og vísindastofnanir eru sjálfsagt aðkallandi, en að líkindum eru þær misjafnar, og líklegt er, að margt, sem húsameistarinn segist hafa haft með höndum fyrir ríkið á árinu 1947, þyldi einhverja bið. Menn verða líka að gera sér það ljóst, að allt verður ekki gert í einu, enda skammtar fjárgetan af. Sumt af því, sem farið er að komast í hefð, t.d. byggingar yfir einstaka embættismenn, er að vissu leyti varhugavert og sætir eðlilega gagnrýni hins almenna skattgreiðanda. Alþ. er„ hvað þetta snertir, eins og raunar í fleiri efnum, komið út á varhugaverða braut, og er full ástæða til að benda á afleiðingarnar af sívaxandi kröfum til framlaga úr ríkissjóði, hvað þetta snertir. Skýrsla húsameistara ríkisins gefur líka nokkra ástæðu til að íhuga það vandamál, sem að framleiðslunni steðjar sökum skorts á vinnuafli. Með allt of hraðfara framkvæmdum í óarðbærum efnum er ríkið í kapphlaupi við þá, sem reka arðbæra framleiðslu.

Sjávarútvegurinn leggur til allan eða nær allan erlendan gjaldeyri, sem landið eignast, en hann er sums staðar að leggjast í auðn sökum skorts á vinnuafli, en mikið af þessu vinnuafli hefur ríkið í sinni þjónustu, m.a. til að koma í verk þeim framkvæmdum, sem í hinni löngu skýrslu húsameistara eru taldar upp. — Væri ekki betra, að ríkið hægði eitthvað á sér í þessu og leitaðist heldur við að haga framkvæmdum sínum þannig, að fólk hefði þar aðgang að, þegar atvinnan bregzt annars staðar. En önnur afleiðing af því, hvað mikið er haft undir, ef ég mætti svo að orði kveða, af framkvæmdum á opinberum byggingum á sama tíma, er sú, að allar þessar byggingar eru meira eða minna hálfkláraðar og verða í því ástandi miklu lengur en æskilegt er. Það er hófleysið, sem hér hefur verið að verki. Það er gott að fá allar þessar byggingar reistar og framkvæmdir gerðar, en það má ekki ganga svo langt í þessum efnum eins og gert hefur verið að undanförnu. Það er að vísu rétt, að kröfur um hvers konar framkvæmdir á framangreindu sviði eru margvíslegar og frá mörgum aðilum, en Alþ. verður að hafa hæfilegt hóf, hvað snertir slíkar framkvæmdir, svo að ekki verði ríkissjóði reistur hurðarás um öxl og framleiðsluatvinna landsmanna sett til hliðar vegna opinberra óarðbærra framkvæmda.

Um margra ára skeið, eða allt frá árinu 1939, hefur jafnan verið afgangur af tekjum samkvæmt rekstrarreikningi. Að sjálfsögðu hefur þessi góða afkoma á ríkisrekstrinum komið fram sem bættur hagur ríkissjóðs. Þannig var skuldlaus eign ríkisins árið 1939 aðeins 23 millj. kr., en það, sem verra var, að erlendar skuldir ríkisins námu þá 52.7 millj. kr. Nú hefur þetta mjög færzt til hins betri vegar. Erlendar skuldir eru nú aðeins 6 millj. kr. og skuldlaus eign ríkisins 165 millj. kr. samkvæmt eignayfirliti fyrir árið 1946.

Eignayfirlitið er í stórum dráttum sem hér segir:

1.

Sjóðir

kr.

0.2

millj.

2.

Innistæður hjá ýmsum

2

3.

Ýmsir sjóðir

63

4.

Ýmis verðbréf og kröfur

46

5.

Ríkisfyrirtæki

kr.

92

millj.

6.

Fasteignir

-

27

kr.

230

millj.

Skuldir hins vegar:

1.

Innlend lán

24.3

millj.

2.

Erlend lán

6.1

3.

Lausaskuldir

15

4.

Geymt fé

20.3

65

kr.

165

millj.

Þess ber einnig að gæta, að þessar eignir hafa að langmestu leyti verið festar ýmist í fasteignum, alls konar eignumríkisfyrirtækja, sem skila góðum arði, svo sem áfengis- og tóbakseinkasala ríkisins, en önnur rekin með tapi, svo sem pósturinn og landssmiðjan árið 1946, Skipaútgerðin og sum ríkisbúin, verðbréfum og kröfum.ríkisskuldirnar eru hins vegar tiltölulega litlar og erlendar skuldir aðeins 6 millj. kr. Það má því segja, að efnahagur ríkisins sé allgóður á pappírnum, en flestar eignir hans eru lítt hreyfanlegar, en eru að sjálfsögðu góður grundvöllur til útvegunar aukins lánsfjár. En sé ógætilega gengið frá afgreiðslu fjárlaga og mikið fé fest, án þess að séð sé jafnframt fyrir hæfilegu lánsfé, getur orðið örðugt eða jafnvel lítt kleift að halda öllu gangandi, eins og lög standa til.

Það, sem einkum veldur núverandi örðugleikum ríkissjóðs, hvað lausafé snertir, og hefur gert allt árið 1947, er einmitt þessi fjárfesting, sem fram hefur farið og stofnað var til áður en núverandi stjórn tók við völdum, án þess að tilætlað lánsfé hafi verið fyrir hendi. Þó að lánsfé hafi reynzt áfáanlegt, hefur samt sem áður skyldan hvílt á ríkissjóði að standa undir ýmsum greiðslum slíkri fjárfestingu viðvíkjandi. og í því er fólginn meginhlutinn af þeirri yfirdráttarskuld, sem ríkissjóður er nú í við Landsbankann.

Við samning hins nýja fjárlagafrv. var eldra frv. lagt til grundvallar með þeim breytingum, sem af dýrtíðarlögunum leiðir, auk þess sem hækkuð var áætlun um greiðslu vaxta og afborgana og bætt inn nokkrum nýjum útgjaldaliðum, og vísast um það til athugasemdanna við fjárlögin.

Tekjur samkv. 2. gr. hækka úr 100870 þús. í 157810 þús. kr., eða um 57 millj. kr., þannig að tekju- og eignarskattur hækkar um 5 millj. kr., vörumagnstollur um 6 millj. kr. og verðtollur um 27 millj. kr. Auk þess er bætt við nýjum tekjustofni, söluskatti, sem áætlaður er 19 millj. kr.

Talið var fært að hækka tekjuskattinn vegna haustsíldveiðanna og mikillar atvinnu, sem skapazt hefur við þær, bæði hér við Faxaflóa, á Siglufirði og víðar.

Vörumagnstollurinn er í skýrslu yfir tekjur ársins 1947 talinn hafa numið 23 millj. kr., og var þessi 6 millj. kr. hækkun á áætluninni byggð á því, hve langt þessi tekjuliður fór fram úr áætlun 1947. Nú hefur komið í ljós, að benzíntollurinn er innifalinn í þessari upphæð, þar sem innheimtumenn ríkisins telja með réttu benzíntollinn vörumagnstoll. Um þetta var ráðuneytinu ekki kunnugt, er frv. var samið. Það, sem talið er Benzíntollur á skránni, er 9 aura gjaldið af benzíni. Ég mun því áskilja mér rétt til að gera brtt. við þessa 2 liði til hækkunar vörumagnstolli, en lækkunar benzíngjaldinu, en þessar breytingar munu engin áhrif hafa á heildarupphæð 2. gr. Verðtollurinn er áætlaður 60 millj. kr. Ég verð að játa, að mjög er rennt blint í sjóinn með þessa áætlun. Byggt hefur verið á skýrslu fjárhagsráðs um innflutning á þessu ári, og hefur tollstjóraskrifstofan reiknað út, að verðtollurinn ætti að verða samkvæmt því 46 millj. kr., og er þá ekki reiknað með tolli af flutningsgjöldum og um hreina ágizkun að ræða, að því er þann hluta tollsins snertir. Við þetta bætist svo, að samkvæmt því, sem fjárhagsráð hefur gefið upp, getur svo farið, að draga verði úr innflutningi enn frekar á ýmsum tollháum vörum, og getur það haft í för með sér mikla tollrýrnun. Ég hef samþykkt þessa áætlun með fyrirvara og mun áskilja mér rétt til að gera tillögu til lækkunar á verðtollinum, ef nýjar upplýsingar leiða í ljós, að hér sé of hátt áætlað, en sem stendur tel ég, að teflt sé á tæpasta vað.

Hinn nýi söluskattur hefur verið áætlaður 19 millj. kr. Veltuskatturinn gamli gaf af sér 12 millj. kr. það ár, sem hann var í gildi. Söluskatturinn er 1/2% hærri en veltuskatturinn, og með hliðsjón af því og að verðlag er yfirleitt hærra nú en 1945 er sennilegt, að þessi áætlun standist.

Ríkisstjórnin sá sig knúða til að breyta ákvæðum dýrtíðarlaganna um söluskatt með brbl. af ástæðum, sem þar eru tilgreindar. Leitað hefur verið samþykktar Alþingis á brbl., og með því að framkvæmd söluskattsákvæðanna verður auðveldari og ódýrari, auk þess sem breytingin væntanlega gefur ríkissjóði meira í aðra hönd, er þess að vænta, að Alþingi fallist á lögin.

Tekjur af áfengissölu eru hækkaðar um 2 millj. kr. og af tóbakseinkasölu um 1 millj. kr., og hefur þar verið reiknað með, að sala verði svipuð og á s.l. ári. Þessir tekjuliðir eru samt mjög ótryggir og byggjast fyrst og fremst á, að mikið fé sé í umferð og kaupgeta almennings mikil. Um tóbakið er það sérstaklega að segja, að ekki hefur enn fengizt loforð fjárhagsráðs fyrir gjaldeyri til kaupa á vindlingum frá Ameríku, en á þeirri vörutegund hefur orðið langmestur gróði undanfarið. Almenningur hefur vanið sig á að reykja ameríska vindlinga, og yrði breytt til, flutt inn ensk framleiðsla í staðinn, sem er dýrari í innkaupi, mundi draga stórlega úr sölunni og fyrirsjáanlegt milljónatap, borið saman við þann ágóða, sem vænta má, ef halda má áfram að flytja inn amerískar vörur. Gjaldeyririnn, sem til þess fer, er um 2 millj. kr. virði, og virðist ekki áhorfsmál að láta þessa vöru sitja í fyrirrúmi, þegar það getur varðað hag ríkissjóðs verulega, hvort verzlað er með hana eða ekki.

Um gjaldahliðina er þetta að segja: Vísitölulækkunin hefur haft í för með sér 25 millj. kr. lækkun í launagreiðslum, þar sem því hefur verið komið við að breyta útreikningnum. — En auðvitað nemur hún miklu meira, t.d. að því er snertir framlög til verklegra framkvæmda.

Hagnaðurinn verður þó aðeins óbeinn að því leyti, að meiri vinna fæst fyrir það fé, sem veitt er.

Aðalbreyting útgjaldahliðar frv. er hin nýja fjárveiting til dýrtíðarráðstafana, 55 millj. kr., en það eru 35 millj. til niðurgreiðslna og 20 millj. til upphóta á útfluttu kjöti og fiski. Gert er ráð fyrir sömu fjárhæð til niðurgreiðslna og í fyrra. Ekki er vitað, hve mikið fé var notað í þessu skyni í fyrra, en sjálfsagt verður það ekki undir 30 millj. kr. — Nú hefur dýrtíðin vaxið enn, og samkvæmt útreikningi hagstofunnar verður ríkissjóður að greiða niður nú 59.6 vísitölustig. Það er því mjög hæpið, að þessi áætlun standist, nema svo ólíklega vilji til, að verðlag lækki á þessu ári.

Um uppbætur á útfluttar vörur verður allt enn óvissara, þó má gera ráð fyrir, að uppbætur á útfluttu kjöti nemi 3.5–4 millj. kr. Fiskábyrgðin varð um 23 millj. kr. s.l. ár. Hún getur því aðeins orðið minni, að útflutningsmagnið verði minna, sem raunar helzt eru líkur til, eða hærra verð fáist fyrir vöruna en í fyrra, en um það er engu hægt að spá að svo stöddu.

En ekki verður þó annað sagt en að teflt sé á tæpasta vaðið með þessa áætlun. Samkvæmt frv. er tekjuhallinn áætlaður 642 þús. kr. og greiðsluhallinn nærri 27 millj. kr. Það er því fyrirsjáanlegt, að engir stórir útgjaldaliðir mega bætast við, nema nýjar tekjur komi á móti.

Eins og hv. alþm. mun ljóst af því, sem hér hefur sagt verið, er ekki um handbært fé að ræða hjá ríkissjóði, heldur hafa lausaskuldir safnazt og eiga eftir að vaxa, a.m.k. fyrri hluta ársins, því að þá koma tekjur inn með tregara móti. Útgjöld ríkisins hafa farið vaxandi stórum skrefum ár frá ári. Ábyrgðir, sem ríkið hefur gengið í, velta á hundruðum milljóna króna og hljóta enn að aukast, þar sem ábyrgðarskylda ríkissjóðs er lögbundin um óákveðinn tíma í flestum tilfeilum. Miklir örðugleikar eru á útvegun lánsfjár, hvort sem ríkisábyrgð er fyrir hendi eða ekki. Með þetta ástand fyrir augum hljóta allir að viðurkenna, að hvað útgjöld ríkisins snertir, eins og þau eru áætluð í frv., er boginn fullspenntur. Óhjákvæmilegt var við samning frv, að taka tillit til gildandi lagaákvæða, hvað útgjöldin snertir, og því sú ein leið til að lækka þá liði, sem ekki eru bundnir með lögum. Þetta hefur mætt misjöfnum dómum og enda heyrzt raddir um það, að þingið breyti í hækkunarátt. Verði það ofan á, er óhjákvæmilegt að gera annað tveggja: að lækka með lagabreytingu til stórra muna fjárlagaliði, sem upp í frv. hafa verið teknir að lagaboði, t.d. með frestun á framkvæmdum einhverra laga, eða að finna nýjar leiðir til tekjuöflunar ríkissjóði að þeim óbreyttum, sem til eru.

Um tekjuhlið frv. vísa ég til fyrri ummæla minna og fyrirvara um vissa liði áætlunarinnar. Eins og horfir í innflutningsmálunum, er einna mest hætta á, að verðtollurinn bregðist, og vil ég mega vænta þess, að þeir, sem hafa með höndum veitingu innflutnings- og gjaldeyrisleyfa, taki það tillit sem frekast er unnt til þeirrar þýðingar, sem innflutningur á vörum til almennra þarfa þjóðarinnar hefur fyrir afkomu ríkissjóðs. Þetta gildir jafnt um það, sem innflutt er til neyzlu sem iðnaðar.

Í fyrri fjárlagaræðu minni benti ég á það m.a., að við hefðum nú betri tæknilega aðstöðu til þess að hagnýta auðlindir landsins en nokkru sinni fyrr í sögu þessarar þjóðar. Miklu fé hefur verið varið til þess að afla þessara tækja sumum kann að þykja of miklu. Tilgangurinn var að fá styrkari grundvöll undir atvinnuvegina og tryggja sem bezt góða afkomu almennings. En jafnframt því að aflað var hinna fullkomnu tækja til framleiðslunnar og þannig leitazt við að hervæðast til nýrra og stórfelldari átaka í atvinnumálunum en áður var kostur á, hefur önnur þróun, sem stefnir í þveröfuga átt, myndazt í þessu þjóðfélagi. Verðbólgan og afleiðingar hennar eru framleiðslunni alls staðar til trafala. Sú meinsemd getur, ef ekki fæst bót á, eyðilagt það starf til uppbyggingar og atvinnuöryggis, sem með öflun nýrra framleiðslutækja og fyrirgreiðslu í þeim efnum hefur átt sér stað. Vegna verðbólgunnar og afleiðinga hennar innanlands hafa örðugleikarnir skapazt, sem útflutningsverzlunin á í ýmsum greinum við að búa.

Nú er ekki svo, að allir skilji eða vilji skilja, hvað hér þjakar að. Því er meira að segja haldið fram, að framleiðslukostnaðurinn sé hvorki of hár né vörur okkar torseldar við nægilega háu verði til þess að svara framleiðslukostnaði. En það haggar ekki hinu, að hér er um staðreynd að ræða. Afleiðingarnar eru auðvitað vandræði framleiðenda, svo sem þegar er í ljós komið. Einn aðalatvinnuvegurinn, bátaútvegurinn, ber sig ekki nema með ríkisstyrk þrátt fyrir það verð, sem tekizt hefur að ná fyrir afurðir hans. Enginn virðist ánægður með það, að ríkið gangi í slíkar ábyrgðir, og ekki heldur útvegsmenn sjálfir, heldur eru þetta neyðarúrræði, sem gripa verður til vegna þeirrar höfuðmeinsemdar, verðbólgunnar, sem ég áður minntist á. En verðbólgan gerir það líka að verkum meðal annars, að útgjöld hins opinbera eru að vaxa þjóðinni yfir höfuð. Það er ekki neinum til góðs, að það ástand haldist, sem nú er í þeim efnum. Þess vegna er það fremsta skylda Alþingis að draga sem unnt er úr útgjöldum ríkisins og forðast allt, sem hækkar þau fram úr því allra nauðsynlegasta.

Ríkisstjórnin hefur látið nokkuð vinna að því innan ráðuneytanna að fá grundvöll fyrir sparnað á ríkisrekstrinum, og er það verk að vísu og skammt á veg komið, en þó liggja fyrir tillögur um sparnað með fækkun nefnda og ráða, sem varðar allriflegri fjárhæð fyrirríkissjóð.ríkisstjórninni er og kunnugt um, að nefndin hefur í undirbúningi tillögur um umbætur á tilhögun ríkisrekstrarins, sem geta, ef þær verða að lögum, stöðvað þá útþenslu á kostnaði við ríkisreksturinn, sem mjög hefur verið áberandi í. seinni tíð.