19.03.1948
Sameinað þing: 57. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 710 í B-deild Alþingistíðinda. (918)

129. mál, fjárlög 1948

Helgi Jónasson:

Herra forseti. Brtt. á þskj. nr. 608, III er flutt af hæstv. menntmrh. Hann er hér ekki viðstaddur, svo að ég ætla að fara örfáum orðum um þessa brtt. Í þessari brtt. er lagt til, að ríkisstj. verði heimilað að kaupa íbúð handa rektor Menntaskólans í Reykjavík. Þetta mál er ekki nýtt á Alþ. Það var rætt fyrir einu og hálfu ári. Og þá varð það niðurstaðan, að leigð var handa rektor Menntaskólans í Reykjavík íbúð í bænum til tveggja ára. En sá leigumáli er út runninn á árinu 1949, og því er till. um þessa heimild fram borin, til þess að ef ekki verður hægt að semja lengur um þessa íbúð rektorsins. þá sé til heimild handa ríkisstj. til þess að kaupa íbúð handa rektornum. Þessi brtt. var samþ. í fjvn. í morgun, en af einhverjum ástæðum kom hún ekki fram hjá hv. frsm. í ræðu hans. En þessi brtt. er fullkomlega nauðsynleg og verð þess að fá samþykki þingsins.