19.03.1948
Sameinað þing: 57. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 711 í B-deild Alþingistíðinda. (920)

129. mál, fjárlög 1948

Forseti (JPálm):

Mér hafa borizt hér tvær brtt. frá hæstv. fjmrh., sem hann nú þegar hefur lýst. Þær eru báðar skrifl., og þarf því tvöföld afbrigði fyrir þeim. Nú vildi ég reyna að freista þess að fá afbrigði fyrir þessum brtt. öllum, sem komnar eru. því að þessar brtt. hæstv. ráðh. eru væntanlega þær síðustu, sem koma fram við frv. Skrifl. brtt. frá hæstv. fjmrh., sem hann síðar gerði grein fyrir, hljóðar svo: „Við 22. gr. XXIV. Nýr liður: Að ákveða, að fjölgun starfsmanna ríkis og ríkisstofnana skuli vera háð samþykki fjármálaráðherra, þar til selt verða lög um ráðstafanir til þess að draga úr kostnaði við opinberan rekstur.“

Mér hefur borizt hér skrifl. brtt. frá hv. 1. þm. N-M., svo hljóðandi: „Við brtt. 582, XVI. (22. gr. XIV. Nýr liður). Á eftir orðunum „nr. 44 frá 1946“ bætist: svo og sams konar húsum, pöntuðum 1946 og komnum til landsins á árinu 1947.“

Auk þessa er svo brtt. hæstv. atvmrh., sem áður hefur verið lýst. og loks brtt. á þskj. 606 og 608, sem útbýtt var á þessum fundi.