19.03.1948
Sameinað þing: 57. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 711 í B-deild Alþingistíðinda. (921)

129. mál, fjárlög 1948

Frsm. meiri hl. (Gísli Jónsson):

Út af till. frá hæstv. fjmrh. vil ég leyfa mér að lýsa því yfir, að ég tel, að n. muni sætta sig við þá hækkun, sem hann ber fram við 2. gr., þ.e. að fyrir 2 millj. komi 3 millj., m.a. með tilvísun til þess frv., sem liggur fyrir í Ed., og tel ég, að það þurfi ekki að bera það undir n. sérstaklega. Ég tel einnig, að n. muni sætta sig við hækkun, 4 millj., í sambandi við Áfengisverzlunina, þótt ég viti, að þeir menn eru til í fjvn., sem hefðu ekki óskað. að þessi liður væri hækkaður. —Aftur á móti í sambandi við skriflega till. frá hæstv. landbrh., þá vil ég lýsa því yfir, að mig undrar meðferð þessa máls. Hér er komið á síðustu stundu og beðið um heimild fyrir ríkisstj. til að veita ábyrgð fyrir 2 millj. kr. láni fyrir fyrirtæki, sem lengstan tíma hefur tekið að ræða á undanförnum þingum. Vitanlega hefði átt að biðja um þetta í þáltill. Ég treysti mér því ekki til að mæla með þessu, hvorki fyrir hönd n. né persónulega. Hins vegar vildi ég óska eftir því, ef þessi heimild væri gefin, að sú rannsókn, sem einu sinni var ákveðin um þetta mál, færi fram og niðurstöðurnar birtar fyrir Alþ., svo að ljóst væri, hvernig stendur með þau mál.

Í sambandi við till. frá hæstv. landbrh. um kaup á tveim jörðum vil ég segja það, að þetta hefur verið rætt í fjvn. og ekki fengið þar fylgi, og það er m.a. vegna þess, að á s.l. ári var samþ. að greiða 60 þús. kr. úr ríkissjóði í landvarnargarð á þessu svæði til þess að verja gegn landbroti, en ekki var krafizt jafnmikils framlags frá hreppnum, og var það samningsatriði, að þetta skyldi bætt fyrir það, að hreppurinn hefði misst tekjur við það. að settur var forsetabústaður í hreppnum og þeir þóttust missa nokkur útsvör við það. Þetta var deiluatriði í n. og náði því ekki fram að ganga.

Að síðustu vil ég tala um eina till. frá hæstv. menntmrh. og alveg sérstaklega minnast á þau orð, sem féllu hjá hv. 1. þm. Rang., sem ég hefði óskað að hann hefði ekki látið falla á þessari stundu. Hæstv. menntmrh. bar þetta erindi fram við n., og n. hafði rætt málið, og hæstv. menntmrh. er að sjálfsögðu frjáls um það, hvaða till. hann síðan ber fram á þingi, og líka sjálfráður um það, hvaða menn hann fær til þess að koma þeim fram, þegar hann getur ekki mætt hér. — En ég mótmæli því, sem kom fram í ræðu hv. 1. þm. Rang., að mér hefði borið skylda til þess að láta setja þessa till. út og prenta hana. Hann sagði, að till. hefði verið samþ. í n., en ég sem form. n. hefði ekki látið till. koma fram. Skal ég þá skýra þetta mál. Till. var samþ. með meiri hl. í n. í morgun, en ég vil benda hv. 1. þm. Rang. á annað, sem getur kastað nokkru ljósi yfir afgreiðslu fjárl. [frh.].