22.03.1948
Efri deild: 83. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 831 í B-deild Alþingistíðinda. (964)

182. mál, verndun fiskimiða landgrunnsins

Frsm. (Pétur Magnússon):

Herra forseti. Sjútvn. hefur haft þetta mál til athugunar, og ég held ég megi segja, að n. öll sé sammála um efni frv. í aðalatriðum og að með því sé stefnt í rétta átt.

Það hefur verið gerð tilraun með að sameina tvær leiðir — samninga- og löggjafarleiðina. Gert er ráð fyrir, að sett verði reglugerð um stærð landhelginnar, en að henni verði ekki beitt gegn þeim þjóðum, sem við eigum mest saman við að sælda, heldur verði samið við þær.

N. er á einu máli um að mæla með frv. í heild sinni. Hún hefur einnig orðið sammála um að flytja litla brtt. þess efnis, að aftan við 1. málsl. 1. gr. bætist: enda verði friðun fiskstofnsins á engan hátt rýrð frá því, sem verið hefur.

Eins og frv. er nú, er það lagt í vald sjútvmrh,. hvernig friðuninni er hagað, og því hugsanlegt, að hún yrði rýrð frá því, sem nú er. Til þess að taka af allan vafa um, að þetta sé ekki ætlunin, þá hefur n. borið fram þessa brtt., enda þótt nm. séu flestir þeirrar skoðunar, að ekki sé mikil hætta á. að sjútvmrh. mundi nokkurn tíma setja reglugerð, sem rýrði friðun landhelginnar frá því, sem nú er. Brtt. er þó a.m.k. skaðlaus, og sá, sem mest hefur unnið að undirbúningi þessa máls, hefur fallizt á hana.

Ég orðlengi þetta ekki frekar og vona, að hv. 6. landsk. geri hér grein fyrir þeirri sérstöðu, sem hann hefur til málsins.