22.03.1948
Efri deild: 83. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 833 í B-deild Alþingistíðinda. (967)

182. mál, verndun fiskimiða landgrunnsins

Steingrímur Aðalsteinsson:

Það er ekki alveg rétt, að öllum óskum sé fullnægt og engin ósk,eða til tortryggni, ef brtt. á þskj. 613 við 1. gr. verður samþ. Í 1. gr. ætti að vísu að vera sæmilega frá þessu gengið samkvæmt þeim skilningi, sem í hana hefur verið lagður, en svo Kemur hitt, að 2. gr. upphefur ákvæði 1. gr., því að 1. gr. á ekki að framkvæma nema í samræmi við samninga við aðrar þjóðir. Framkvæmd 1. gr. fer því eftir síðari samningum, sem stj. hefur á sínu valdi. Brtt. við 1. gr. er því ekki fullnægjandi og kemur ekki í veg fyrir tortryggni. Það er því nauðsynlegt að fella úr þau orð í 2. gr., sem ég legg til.Ef það verður gert, er það tryggt, að umboð Alþ. verður ekki misnotað.