13.05.1949
Neðri deild: 108. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 704 í B-deild Alþingistíðinda. (1072)

195. mál, Marshallaðstoðin

Skúli Guðmundsson:

Ég er á annarri skoðun en hv. 2. þm. Reykv. um það, að ríkissjóður eigi að vera lánsstofnun, til þess eru bankarnir að mínu áliti. Og það er mikið fjármagn í landinu, sem mundi fara í framkvæmdir eins og þær, sem taldar eru í áliti meiri hl., þó að það kæmi ekki frá ríkissjóði.