16.05.1949
Efri deild: 110. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 705 í B-deild Alþingistíðinda. (1079)

195. mál, Marshallaðstoðin

Frsm. minni hl. (Brynjólfur Bjarnason):

Þetta frv. er, eins og hv. frsm. meiri hl. tók fram, í samræmi við samninga þá, er gerðir voru 3. júlí 1948 við Bandaríkin, og í raun og veru staðfesting á þeim samningum. Ég var andvígur þeim samningum og tel, að með þeim hafi Ísland verið svipt efnahagslegu sjálfstæði, þess vegna er ég á móti því, að Alþ. staðfesti þá. Ég tel ekki ástæðu til að fara um þetta fleiri orðum, en legg til, að frv. verði fellt.