16.05.1949
Efri deild: 110. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 726 í B-deild Alþingistíðinda. (1108)

1. mál, togarakaup ríkisins

Frsm. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Ég vil fylgja frv. þessu úr hlaði með nokkrum orðum, þar sem viðkomandi ráðh. er ekki í hv. d. Þetta frv. er upphaflega fram komið til staðfestingar á brbI. um kaup á 10 togurum erlendis. Við meðferð málsins í hv. Nd. hefur orðið sú breyt. á frv. að nýtt ákvæði hefur verið sett í það í sambandi við lán til bæjar- og hreppsfélaga. Meiri hl. n. hefur lagt til, að frv. verði samþ., eins og það liggur fyrir. Ég vil taka það fram, hvað mig snertir, að ég hefði frekar fylgt málinu eins og það var í brbl. og mun áskilja mér rétt til að fylgja brtt., ef þær koma fram við 2. gr. frv.