16.05.1949
Neðri deild: 111. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 811 í B-deild Alþingistíðinda. (1238)

23. mál, meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra

Pétur Ottesen:

Það var, eins og vænta mátti, viðurkennt, er frv. lá hér fyrir deildinni til umr., að brýn þörf væri á aðgerðum í þessu máli, og var talið, að ekki væri fært að ráða viðunandi bætur á þessum málum fyrir minni fjárupphæð, en heimilað var í frv. Þegar frv. var borið fram, var litið svo á, að fjárhagur ríkissjóðs mundi leyfa þetta fjárframlag, þar sem um svo mikið nauðsynjamál væri að ræða. Nú hefur viðhorf ríkisstj. breytzt þannig, að hún telur, að ríkissjóður geti ekki lagt fram nema helming þessa fjár. Ég hygg, að það muni vera rétt hjá hæstv. ríkisstj., að fjárhagur ríkissjóðs leyfi ekki meiri framlög, og verð ég því að beygja mig fyrir því. Ég mun því greiða brtt. hæstv. menntmrh. atkv., enda þótt svo fari, að nauðsyn þessa máls verði því móti gerð minni skil, en ella.