16.05.1949
Neðri deild: 111. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 813 í B-deild Alþingistíðinda. (1243)

23. mál, meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra

Jón Pálmason:

Herra forseti. Ég ætla ekki að ræða hér þetta vandamál. Það er sjálfsagt ágreiningur um, hvernig helzt sé hægt að bæta úr þessum vandræðum, en viðvíkjandi tölum um það, hversu margir hafi gist kjallarann, þá hygg ég, að þær gefi mjög villandi upplýsingar, þar sem oftast er um sömu mennina að ræða, sem settir eru inn dag eftir dag og jafnvel oft á dag.