17.05.1949
Efri deild: 112. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 814 í B-deild Alþingistíðinda. (1252)

23. mál, meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra

Hannibal Valdimarsson:

Þegar þetta frv. var fyrst borið fram, þá var til þess ætlazt, að til framkvæmda þessa máls færu á árunum 1949–55 11/2 milljón króna. Nú hefur hv. Nd. lækkað þetta um helming, og sýnir það hug þeirrar hv. deildar til málsins. En þó að frv. sé nú ekki orðið nema svipur hjá sjón á móts við það, sem það var, — því að þetta er hrein misþyrming á málinu, og læt ég í ljós furðu mína á því háttalagi, — þá vil ég heldur hafa það með einhverju lífsmarki og segi því já.