16.05.1949
Neðri deild: 110. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 823 í B-deild Alþingistíðinda. (1269)

180. mál, fiskiðjuver í Reykjavík

Skúli Guðmundsson:

Mér finnst þetta rétt hjá hæstv. forseta, að það er ekki venja, þegar búið er að samþ. að orða gr. um, að bera hana upp frekar. Ég vil benda þeim hv. þm. á, sem eins og hv. 6. þm. Reykv. (SigfS) vilja fremur það orðalag, sem er á þskj. 717, en vilja þó helzt fella gr. burt, að ráð er við því hjá þeim, því að þeir geta borið fram brtt. við 3. umr. um að fella 10. gr. niður. Getur þá málið komið til atkv. á þann hátt, sem hann óskar eftir.