17.05.1949
Efri deild: 112. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 826 í B-deild Alþingistíðinda. (1287)

180. mál, fiskiðjuver í Reykjavík

Björn Ólafsson:

Herra forseti. Þetta frv. fór framhjá mér við 1. umr., en því hefur ekki verið vísað til n., og veit ég ekki, hvaða ástæða liggur til þess, (PZ: Það var fellt í gær.) en ég gæti fallizt á að selja fyrirtækið, en ekki áframhaldandi rekstur, sem mundi hafa í för með sér, að halda mundi áfram að halla undan fæti eins og gert hefur. Ég hef enga trú á, að stjórn fiskimálasjóðs geti stjórnað þessu, og álít ekki verjandi að fela stjórn svo stórs fyrirtækis stjórn, sem mundi hafa það í hjáverkum. Þessi aðferð, að fá stjórn þessa fyrirtækis í hendur stjórnar, sem hefur öðrum störfum að gegna, hlýtur m.a. að valda því, hve illa stjórnin gengur. Ég mun því ekki fylgja frv., ef það á að halda áfram án þess að vera athugað betur.