05.11.1948
Sameinað þing: 14. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 865 í B-deild Alþingistíðinda. (1358)

42. mál, fjárlög 1949

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Áður en vikið verður að fjárlagafrv. því fyrir árið 1949, sem lagt hefur verið fyrir hv. Alþ., mun ég, eins og venja er til, gefa skýrslu um fjárhagsafkomu ríkissjóðs árið 1947, en ríkisreikningurinn fyrir það ár er nú fullgerður og í prentun:

Heildartekjur ársins 1947 urðu

kr.

242.826.742.21

en voru áætlaðar á fjárlögum

202239.697.00

og hafa því farið fram úr áætlun.

Kr.

40.587.063.21

Heildarútgjöldin urðu hins vegar

Kr.

255.245.746.20

en voru áætluð á fjárlögum

196.526346.00.

Mismunur

kr.

58.719.400.20

Frá dregst áætlaður rekstrar-

hagnaður á fjárl.

kr.

5.713.333.00

53.006.067.20

sem að frádr. umframtekjum,

sem fyrr greinir,

kr.

40.587.063.21

sýnir rekstrarhalla

kr.

12.419.003.99

Skal nú skýrt frá einstökum liðum reikningsins samkvæmt rekstraryfirlitinu fyrir það ár., (Sjá fylgiskjal I.).

Eins og hv. þm. er kunnugt, hafa niðurstöðu-. tölur ríkisreikninganna farið ört hækkandi frá ári til árs frá því í stríðsbyrjun. Liggja til þessa tvær meginástæður: Síaukin verðbólga innanlands og stöðugt aukin lögboðin útgjöld ríkisins,, einkum þó hin síðari ár. Sú hefur þó verið bót í máli, að tekjurnar hafa að jafnaði farið meira fram úr áætlun en útgjöldin, þannig að alldrjúgur rekstrarafgangur hefur orðið árlega. Nú kveður nokkuð við annan tón, því að þrátt fyrir, eins og greint hefur verið, að tekjurnar. fóru rúmar 40 millj. kr. fram úr áætlun; hækkuðu útgjöldin enn meir, svo að tekjuhallinn varð 12,4 millj. Mun ég nú skýra fyrir hv. alþm., hvað þessari breytingu veldur.

Skattar og tollar voru á fjárl. 1947 áætlaðir, 148,2 millj. kr., en urðu 165,4 millj. kr. eða 17,2 millj. kr. hærri en gert var ráð fyrir. Aðalhækkunin stafar af tekju- og eignarskatti, sem fór 11,1 millj. kr. fram úr áætlun, og vörumagnstolli, sem fór 5,1 millj. kr. fram úr áætlun. Aðrir liðir fóru ýmist lítið fram úr áætlun, mest stimpilgjald um 1,4 millj. kr., og fáeinir liðir náðu ekki áætlun, helzt benzíntollur, sem reyndist of hátt áætlaður um 2,5 millj. kr., og sé ég ekki ástæðu til að gera þá að umræðuefni.

En um tekjuskattinn og vörumagnstollinn vil ég fara nokkrum orðum. Að réttu lagi ætti tekju- og eignarskattur að vera mælikvarði ár afkomu atvinnuveganna og landsmanna í heild, og að óbreyttri skattalöggjöf ætti hækkandi skattur frá ári til árs að benda til stöðugt vaxandi velmegunar landsfólksins.

Tekju- og eignarskattur hefur á undanförnum fjórum árum orðið sem hér segir:

1944 24,2 milljónir króna

1945 33,6 milljónir króna

1946 35,9 milljónir króna

1947 46,0 milljónir króna

Yfirlit þetta sýnir, að þessi tekjustofn hefur nærri því tvöfaldazt á tímabilinu, þ.e.a.s. á 4 árum.

Það má telja vafalaust, að aukin framleiðsla á þessu tímabili og vaxandi velmegun hafi átt sinn stóra þátt í auknum tekjum ríkissjóðs af þessum tekjustofni, en hinu má heldur ekki gleyma, að verðlag í landinu hefur stórhækkað á sama tíma. — Kaupgjaldsvísitalan hækkaði úr 268 stigum 1944 í 315 stig 1947, eða um 18%, sem hefur haft tilsvarandi hækkun á brúttótekjum manna í för með sér, þannig að verðþenslan verður að teljast hafa haft að verulegu leyti áhrif til hækkunar þessum tekjulið. — Sá hluti hækkunarinnar á þessum tekjustofni, sem stafar af vaxandi verðbólgu, byggist því ekki á sannri velmegun og er ótraustur grundvöllur undir tekjuöflun ríkissjóðs, þegar til lengdar lætur.

Hin mikla hækkun á vörumagnstolli stafar af tveimur ástæðum: hækkun á tollinum, sem Alþ. samþykkti í fyrra og kom til framkvæmda 14. apríl 1947, en auk þess varð innflutningur á erlendum varningi óvenjulega mikill það ár. Nam verðmæti innflutts varnings 1947 519 millj. kr., en var árið áður 443. Þessi mikli innflutningur hafði það í för með sér, að verðtollurinn, sem á fjárl. var áætlaður 72,5 millj. kr., stóðst áætlun svo að segja alveg. Aðalinnflutningsgjöldin fara að sjálfsögðu alveg eftir innflutningnum. Hefur það komið berlega í ljós á þessu ári, þar sem á daginn er komið, að hinar ströngu aðflutningshömlur hafa dregið svo úr tolltekjum ríkisins, að um stórkostlegan halla verður að ræða frá áætlun fjárlaga, og verður nánar vikið að því síðar.

Tekjur af ríkisstofnunum urðu 72,4 millj. kr., en voru á fjárlögum áætlaðar 53,3 millj. kr. og fóru því 19,1 millj. kr. fram úr áætlun. Tekjur landssímans urðu 1,5 millj. kr., en aftur á móti varð halli á rekstri póstsj., sem nam 695 þús. kr. Ríkisprentsmiðjan Gutenberg gaf af sér 406 þús. kr., ríkisútvarpið og viðtækjaverzlun 2,8 millj. kr., áburðarsala ríkisins 171 þús. kr., grænmetisverzlunin 273 þús. kr. Tap varð aftur á móti á landssmiðjunni 402 þús. kr. og skipasmíðastöð landssmiðjunnar 2 millj. kr., sem féll að vísu á árinu á undan, en kemur á reikning ársins 1947, trésmiðju ríkisins 63 þús. kr. Hagnaður varð á búrekstri ríkisins ca. 40 þús. kr., þó að tap yrði á 2 búum. En það, sem mestu máli skiptir, er hagnaður sá, sem varð á einkasölum ríkisins á áfengi og tóbaki. Nam sá hagnaður 47,7 millj. kr. á áfengisverzluninni og 22,6 millj. á tóbakseinkasölunni, en það er 18,1 millj. kr. samanlagt fram yfir áætlun fjárlaga á þessum liðum. Þessi mikla tekjuaukning stafar af hækkuðu útsöluverði á áfengi og tóbaki, sem fram fór á árinu, sem jafnvel var álitið, að draga mundi svo úr sölunni, að heildartekjur lækkuðu. — En þetta fór á annan veg, því að salan virðist fremur hafa aukizt en minnkað og ber þess glöggt vitni, hve geypimikið af lausu fé er í landinu.

Vaxtatekjur hafa orðið 1,4 millj. kr. og hafa farið um 0,9 millj. kr. fram úr áætlun. — Óvissar tekjur urðu 3,4 millj. kr. Aðalupphæðirnar eru: Hagnaður af sölu danskra ríkisskuldabréfa 714 þús. kr. Hagnaður af sölu á keyptum setuliðseignum 1,5 millj. kr. og hagnaður af skiptimynt 305 þús. kr.

Af því, sem að framan getur, eru leidd rök að því, að hin mikla tekjuaukning á árinu stafar af

1. hækkun á tollum og útsöluverði einkasöluvara sem gaf meiri hagnað en ráð var fyrir gert,

2. óvenjulegum innflutningi ársins og

3. vaxandi verðþenslu sem náði hámarki á árinu með því, að vísitalan komst í 315 stig.

Fylgiskjal I.

Tekjur ríkissjóðs 1947.

2. gr. — Skattar og tollar.

Tekjur

Tekjur

Fjárlög

Reikningur

umfram fjárl.

undir fjárl.

1.

Tekju- og eignarsk., tekjusk.auki

35.000.000.00

46.113.403.66

11.113.403.66

2.

Stríðsgróðask., ríkissjóðshluti

3.000.000.00

3.661.644.80

661.644.80

3.

Vörumagnstollur

17.400.000.00

23.495.234.50

6.095234.50

4.

Verðtollur

72.500.000.00

72.478.755.89

21.244.11

5.

Innflutningsgjald af benzíni

5.800.000.00

3.254.524.83

2.545.475.17

6.

Gjald af innlendum tollvörum

3.000.000.00

3.957.429.36

957.429.36

7.

Fasteignaskattur

600.000.00

651.857.00

51.857.00

8.

Lestagjald af skipum

100.000.00

173.020.50

73.020.50

9.

Bifreiðaskattur

3.300.000.00

3.033.38728

266.612.72

10

Aukatekjur

1.600.000.00

1.954.430.88

354.430.88

11.

Stimpilgjald

4.000.000.00

5.428.093.35

1.428.093.35

12.

Vitagjald

600.000.00

859.292.80

259292.80

13.

Leyfisbréfagjald

100.000.00

125.729.46

25.729.46

14.

Erfðafjárskattur

200.000.00

294.659.87

94.659.87

15.

Veitingaskattur

1.000.000.00

2.133.619.89

1.133.619.89

148200.000.00

167.615.084.07

22248.416.07

2.833.332.00

Frá dregst:

Endurgreiddar tekjur

477.071.62

Innheimtulaun

101.658.72

Fellt úr eftirstöðvum

813.55621

Hækkun eftirstöðva

799378.83

2.191.655.38

165.423.418.69

3. gr. A. — Tekjur af rekstri ríkisstofnana 1947.

Fjár

lög

Reikningur

Rekstrarhagn.

Undir

Tekjur

Gjöld

Tekjur

Gjöld

umf. fjárl.áætl.

fjárlögum

1.

Pósturinn

6.400.000.00

6.400.000.00

6.141.360.30

6.836.594 48

695.234.18

2.

Síminn

17.200.000.00

17.200.000.00

21.311.136.13 1

9.831.235.70

1.479.900.43

3.

Áfengisverzl.

38.915.000.00

2.915.000.00

52.598.833.60

4.844.450.70

11.754.382.90

4.

Tóbakseink.

16.940.000.00

1.440.000.00

24.624.991.57

1.938.252.44

7.186.739.13

5.

Ríkisútvarp

3.872.694.00

2.331.622.00

5.975.916.55

3.119.732.44

1.305.112.11

6.

Ríkisprents.

1.900.000.00

1.613.000.00

2.477.813.41

2.070.937.30

119.875.61

7.

Áburðarsala

200.000.00

200.000.00

315.088.88

179.483.74

171.605.14

8.

Grænm.verzl.

220.000.00

220.000.00

651.763.17

378.968.20

272.794.97

9.

Landssm.

1.010.000.00

1.010.000.00

751.527.93

1.154.267.92

406239.99

10.

Skipasmíðastöð landssmiðjunnar

48.49332

2.102.707.89

2.054.214.5

11.

Trésmiðja ríkisins

269.905.20

332.792.71

62.887.51

12.

Vífilsstaðabúið

309.211.91

277.685.96

31.525.95

13.

Kleppsbúið.

226.766.39

215.166.68

11.599.71

14.

Bessastaðabúið.

80.321.59

107.73638

27.414.79

15.

Skólabúið á Reykjum

302.027.28

266.726.40

35.300.88

16.

Skólabúið á Hólum

223.270.77

212.41526

10.855.51

17.

Skólabúið á Hvanneyri

431.029.07

450.137.34

19.1082?

22.379.692.34

3265.099.33.

3265.09931

19.114.593.03

3.

gr. 8.,Tekjur af fasteignum ríkissj. 10.000.00

28.951.62

Kr.

19.143.544.65

1ðgjöldin sundurliðast þannig:

áætlað

varð

Vextir af skuldum ríklssj.

1.1

millj.

2.5

millj. umframgreiðsla

1.4

millj.

Kostn. við æðstu stj. landsins

0.3

0.3

Alþinglskostnaður

1.5

2.4

0.9

Kostn. við stjórnarráðið

2.5

3.4

0.9

Hagstofan

0.3

0.3

Utanríkismál

1.5

2.5

1.0

Dómgæzla og lögreglustjórn

8.7

11.5

2.8

Opinbert eftirlit

0.8

1.2

0.4

Kostn. við innh. tolla og sk.

3.9

5.0

1.1

Sameiginl. embættiskostn.

0.8

1.3

0.5

Hellbrigðismál

11.6

12.9

1.3

Vegamál

21.8

27.9

6.1

Samgöngur á sjó

3.4

3.1

minna gr. en áætl.

0.3

Vítamál og hafnargerðir

10.1

10.2

umframgreiðsla

0.1

Flugmál

4.3

42

minna gr. en áætl.

0.1

Kirkjumál

32

3.5

umframgreiðsla

0.3

Kennslumál

29.0

34.0

5.0

Söfn, bókaútgáfa og listir

2.5

2.7

0.2

Rannsóknir í opinbera þágu

3.3

3.0

minna gr. en áætl.

0.3

Landbúnaðarmál

16.0

17.7

umframgreiðsla

1.7

Sjávarútvegsmál

' 1.0

1.0

Raforkumál

4.2

2.7

minna gr. en áætl.

1.5

Félagsmál

23.6

26.5

umframgreiðsla

2.9

Eftirl. og tillag til lífeyrissj.

4.5

5.9

1.4

Dýrtíðarráðstafanir

35.0

60.1

25.1

Óviss útgjöld

0.5

32

2.7

Heimildarlög

0.7

Sérstök lög

2.4

Væntanleg fjáraukalög

1.6

Þingsályktanir

0.4

Eins og áður er getið, urðu útgjöldin á árinu kr. 255245.74620 og fóru rúmlega 58 millj. kr. fram úr áætlun. Fáeinir liðir stóðust áætlun og vel það, og á allmörgum liðum varð umframgreiðslan svo lítil, að eðlilegt má teljast miðað við verðlagshækkunina á árinu, en eins og kunnugt er var reiknað með 290 stiga vísitölu, er fjárlögin voru samin, en meðalvísitala ársins varð 315 stig. En þessi vísitöluhækkun hefur áhrif til hækkunar á svo að segja alla útgjaldaliði. Ég mun samt aðeins gera að umræðuefni þá útgjaldaliði, sem hafa farið óeðlilega langt fram úr áætlun og sérstakar ástæður liggja til.

Vextir af skuldum ríkisins fóru 1.4 millj. kr. fram úr áætlun, sem stafar af því, að lausar skuldir ríkisins jukust mjög á árinu, svo að vextir af þeim urðu rúmlega 1 millj. kr., en höfðu verið áætlaðir 50.000 kr. Einnig höfðu vextir af öðrum ríkisskuldum verið áætlaðir of lágt.

Kostnaður við dómgæzlu og lögreglustjórn fór 2.8 millj. fram úr áætlun, þar af 775 þús. vegna landhelgisgæzlu. Lögreglukostnaður hækkar um 1 millj. vegna allt of lágrar áætlunar á fjárlögum. Kostnaður við embætti sýslumanna og bæjarfógeta um 350 þús., sömuleiðis vegna of lágrar fjárlagaáætlunar. Að öðru leyti hefur hækkun vísitölunnar haft sín áhrif á þennan útgjaldalið sem aðra.

Vegamálin kostuðu 6.1 millj. kr. meira en gert var ráð fyrir, og eru helztu hækkanir þessar: Til lagningar nýrra akvega 460 þús. kr. og til viðhalds nærfellt 5 millj. kr. Hafði verið áætlað til viðhalds 9 millj. kr., en notað var 13.940 þús. kr. Kostnaður við brúargerðir fór rúmar 400 þús. kr. fram úr áætlun. Það er sérstaklega athyglisvert, hvað viðhaldið hefur kostað gífurlega mikið fé. Í fyrra var talið, að bílfærir vegir væru 6.200 km., og hefur því viðhaldið kostað að meðaltali yfir 2.000 kr. á hvern km., þrátt fyrir að varið hefur verið stórfé undanfarið til kaupa á vinnuvélum. Eru þetta furðulegar tölur, og sýnist ekki verða hjá því komizt að reisa í framtíðinni skorður við því, að stjórn vegamálanna sé einráð um, hve miklu fé hún ver í þessu skyni árlega, og verður að þessu vikið nánar síðar.

Kennslumál hafa farið 5 millj. kr. fram úr áætlun. Munar þar mest um verðlagsuppbót á laun barnakennara, sem í fjárlögum hefur verið áætluð of lágt um 2 millj. kr. Vísitöluhækkunin kemur hér mjög til greina, en auk þess er fræðslulöggjöfin þannig vaxin, að kostnaður við þessi mál hlýtur að fara ört vaxandi með hverju ári sem líður.

Landbúnaðarmál hafa farið 1.7 millj. kr. fram úr áætlun, þar af jarðarbótastyrkir 800 þús., fyrirhleðsla Þverár og Markarfljóts 700 þús. kr. Nokkrir liðir hafa ekki náð áætlun, þannig að heildarhækkanir landbúnaðarmálanna eru 1.7 millj. kr.

Kostnaður við félagsmál reyndist 2.9 millj. kr. hærri en ráð var fyrir gert. Kemur öll sú hækkun fram á framlagi til almannatrygginganna, sem reyndist of lágt ákveðið í fjárlögum.

Ég kem þá að þeim lið reikningsins, sem mestu hefur valdið um hina slæmu fjárhagsafkomu ársins 1947, en það er kostnaður við dýrtíðarráðstafanir samkvæmt 19. gr. a. Gert var ráð fyrir, að komast mætti af með 35 millj. kr. til þessara útgjalda, en kostnaðurinn varð rúmar 60 millj. kr. og sundurliðast þannig:

Endurgreitt vegna kjötneyzlu frá f. ári

320.039.91

Kjötuppbætur fyrir tímabilið 20/9

'46–20/9 '47

20.329.315.02

Til verðlækkunar á kjöti

5.622.682.84

— —

-

mjólk

3.599.453.32

— —

-

smjöri

1.801.690.70

— —

-

kartöflum

1.752.080.70

— —

-

saltfiski

188.355.90

— —

-

smjörlíki

2210.325.60

— —

-

sykri

107,423.18

Verðuppbætur á ull seldri innanlands

18.798.59

Útfiutningsuppbætur á ull (framleiðsla

1943-45), þ.e.a.s. sá hluti, sem er færður til

Útgjalda 1947

3.144.48253

Greiðslur vegna fiskábyrgða

21.04229124

Samtals kr.

60.135.939.53

Með lögum nr. 97 1946, um ríkisábyrgð vegna bátaútvegsins o.fl., var ríkisstj. falið að ábyrgjast fyrir bátaútveginn á árinu 1947 tiltekið lágmarksverð á útfluttum fiski. Til að standast þessi útgjöld skyldi leggja í sérstakan tryggingarsjóð þann hluta af söluverði síldarafurða 1947, sem umfram væri hrásíldarverð eins og það var 1946, að viðbættri hækkun, er svarar til fiskverðshækkunar samkv. 1. gr. laganna og vinnslukostnaði. Eins og kunnugt er brást sumarsíldin 1947 alveg og enginn eyrir rann í þennan fyrirhugaða tryggingarsjóð. Afleiðingin var sú, að öll ábyrgðin féll á ríkissjóð, og þar sem fyrirsjáanlegt var, að þetta fé væri ríkissjóði með öllu tapað, varð að færa það með rekstrarútgjöldum ársins. Í fjárl. var ekki gert ráð fyrir neinum slíkum útgjöldum, þannig að þegar athuguð er afkoma ársins 1947, verður að hafa í huga, að hefðu lögin um ríkisábyrgð vegna bátaútvegs orðið framkvæmanleg eins og til var ætlazt, hefði orðið 8.6 millj. kr. rekstrarafgangur á ríkisreikningnum í stað 12.4 millj. kr. halla. Ekki verður um það deilt, að nauðsyn hafi borið til að rétta bátaútveginum hjálparhönd um þessar mundir, hitt orkar meir tvímælis, hvort nægileg fyrirhyggja hafi verið sýnd við útvegun tryggingarfjárins. Hefur nú verið tekið 3 ára lán hjá bönkum til greiðslu þessa kostnaðar, sem auka mun útgjaldabyrði ríkissjóðs næstu árin, svo að verulega munar um. Eftir atvikum varð ekki önnur lausn þessa máls fundin, til þess að staðið yrði við þær skuldbindingar, sem Alþ. hafði tekizt á hendur með ábyrgð þeirri á fiskverðinu, er tekin var með greindum lögum.

Eins og að líkindum ræður, hefur greiðslujöfnuður orðið mjög óhagstæður árið 1947. — Fjárlögin gerðu ráð fyrir kr. 7.890.795.00 greiðsluhalla, og var þá áætlað með 5.7 millj. kr. rekstrarafgangi.

Fer hér á eftir yfirlit yfir eignahreyfingar á árinu 1947. (Sjá fskj. II)

Eignaaukning ríkisstofnana sundurliðast þannig: (Sjá fskj. III).

Veitt lán úr ríkissjóði sundurliðast þannig: (Sjá fskj. IV.)

Greiðsluhalli ríkissjóðs sundurliðast svo sem hér segir: (Sjá fskj. V.)

Skuldir ríkissjóðs í árslok 1947 sundurliðast eins og hér segir: (Sjá fskj. VI.)

Eins og af þessum yfirlitum sést varðandi greiðsluhallann 1947, er hér ekki um tapað fé að ræða, að undanskildum rekstrarhallanum 1947 12,4 millj. kr., því að á móti þessum útgjöldum og tilsvarandi skuldaaukningu ríkissjóðs hefur myndazt tilsvarandi eign, svo að hagur ríkissjóðs hefur ekki hallazt á tímabilinu nema sem svarar fyrrgreindum rekstrarhalla.

Þótt skuldir ríkisins hafi vaxið allverulega á því ári, er hér um ræðir, er þó bót í máli, að lánin voru öll tekin innanlands og eru því í raun og veru fengin með spöruðu fé landsmanna sjálfra, sem bendir á aukinn þjóðarauð.

Þessu næst mun ég víkja að rekstrarafkomu ríkissjóðs á þessu ári. Að sjálfsögðu er ekki á þessu stigi málsins hægt að gefa nákvæma skýrslu um afkomuna, þar sem ýmislegt er enn í óvissu, bæði að því er tekjum og gjöldum viðkemur, en þó má með allsterkum líkum benda á, hver útkoman verði.

Í þessa árs fjárlögum er gert ráð fyrir tekjum alls 221.4 millj. og rekstrarhagnaði 327 þús. kr., en greiðsluhalla er nemi 24,6 millj. kr., og hafa svo tekjuhá fjárlög ekki verið sett áður, enda var gert ráð fyrir nýjum tekjustofni á árinu, söluskattinum.

Fylgiskjal II.

Eignahreyfingar skv. 20. grein 1947.

Inn:

Fjárlög:

Reikningur:

20. gr.

I.

Fyrningar

1.493.500.00

2.151.575.43

II.

Útdregin bankav.bréf og dönsk ríkissk.bréf

2.343.000.00

3.877.735.00

III.

Endurgr. fyrirframgreiðslur

10.000.00

IV.

Endurgr. lán og andvirði seldra eigna

50.000.00

5.040.852.51

Innb. ýmsar innstæður

279.809.71

Tekin lán

2.033.761.23

Auknar lausaskuldir

68.945.098.18

Innborgað fé til geymslu

2.382.876.75

Kr.

3.896.500.00

84.711.708.81

Út:

I.

Afborganir lána ríkissjóðs

3.045.728.00

4.002.127.63

Afborganir lána ríkisstofnana

689.100.00

43027026

II.

Eignaaukning ríkisstofnana

3.077.000.00

19.876.139.40

1II.

Til bygginga á jörðum ríkissj. og jarðakaupa

297.500.00

1.181.467.75

IV.

Til viðbótarhúsnæðis ríkisspítalanna

1.700.000.00

1.870.509.55

V.

Til vitamála, eignaaukning

1.547.000.00

1.984.118.01

VI.

Til flugvallargerða og lendingarbóta

595.000.00

939.587.55

VII.

Til byggingar menntaskólahúss í Reykjavík

425.000.00

VIII.

Til bygg. heimavistarh. við menntask. á Ak.

552.500.00

552.500.00

Ix.

Til byggingar sjómannask.

850.000.00

900.000.00

X.

Til byggingar íþróttakennarask.

216.800.00

255.000.00

XI.

Til byggingar þjóðminjasafns

425.000.00

1.425.000.00

XII.

Til byggingar skólastjórabústaðar á Hólum

85.000.00

85.000.00

XIII.

Til byggingar kennarabúst. á Hvanneyri

42.500.00

42.500.00

XIV.

Til byggingar bændaskóla í Skálholti

425.000.00

115.000.00

XV.

Til byggingar varðskipa

850.000.00

XVI.

Til byggingar á prestssetrum

850.000.00

1.351.892.05

XVII.

Til byggingar stuttbylgjustöðvar í Gufunesi

425.000.00

460.961.41

XVIII.

Til byggingar dýpkunarskips

1.402.500.00

1218.469.52

Til byggingar Arnarhvols

1.200.000.00

Til byggingar við listasafn Einars Jónssonar

78.000.00

Til byggingar embættismannabústaða

392.000.00

Til byggingar strandferðaskipa

3.427.930.75

Til byggingar landshafna

3.840.298.58

Keyptur sendiherrabústaður í París

371.413.00

Keypt verðbréf

1.027.500.00

Framlag til alþjóðab. og alþjóðagjaldeyrissj.

7.141.150.00

Veitt lán.

10.987.826.39

Auknar innstæður hjá sendiráðunum o.fl.

1.687.779.29

Greitt af lausaskuldum

2.920.896.01

Greitt af geymdu fé.

2.013.729.45

Fyrir fram greitt v/fjárl. 1948.

730.000.00

Kr.

17.500.628.00

72.509.066.60

Fylgiskjal III.

Eignaaukning ríkisstofnana 1947 skv. 20. gr.

Út, 11. lið.

Póstur og sími

4.614.583.05

Ríkisútvarpið

2.156.733.00

Vitamál

1.700.823.59

Flugmál

3275.242.33

Landssmiðjan

410.857.19

Trésmiðjan

487.112.49

Raforkumálin

2.054.320.97

Grænmetis- og áburðarsalan

452.889.44

Áfengisverzlun

1.046.718.06

Tóbakseinkasalan

621232.60

Viðtækjaverzlun

757.337.60

Atvinnudeild háskólans

371.316.76

Rannsóknarstöð á Keldum

484.750.00

Ríkisbúin

1.036.439.69

Aðrar stofnanir

405.782.63

Samtals kr.

19.876.139.40

Fylgiskjal IV.

Lán veitt úr ríkissjóði og ýmsar fyrirframgreiðslur

sbr. 20. gr. Út.

Til Ferðaskrifstofu ríkisins

135.000.00

Vegna

sölu jarðeigna.

140.600.00

bátasmíði innanlands

869.965.56

Svíþjóðarbáta

953.783.34

síldarniðursuðuverksmiðju

150.000.00

1ýsisherzluverksmiðju

309.228.41

togarabygginga í Englandi

174.374.07

tunnuverksmiðju

502.453.13

síldarútvegsnefndar

178.123.76

hafnargerðar í Ólafsfirði

500.000.00

Höfðakaupstaðar

600.000.00

Útlagt

vegna

kaupa á dósamjólk

246.414.14

kaupa á úrgangsull

1.500.000.00

viðgerðar á Þór

216.789.14

benzínkaupa fyrir Keflavíkurflugvöll

185.000.00

Til ýmissa

183.562.13

6.845.293.68

Greitt vegna ábyrgða:

Vegna hafnarsjóðs Skagastrandar

136.252.14

rafveitu Siglufjarðar

728.493.12

hafnarsjóðs Húsavíkur.

12.036.39

Byggingarsamvinnufélags Ólafsvíkur

17.991.06

síldarverksmiðja ríkisins

3.247.760.00

4.142.532.71

Samtals kr.

10.987.826.39

Fylgiskjal V.

Yfirlit um greiðsluhalla ríkissjóðs 1947.

Samkvæmt rekstrarreikningi varð rekstrarhalli

12.419.003.99

Greiðslur úr ríkissjóði á 20. gr. námu:

Skv. fjáralagaliðum

36.690.543.13

Utan fjárlaga

35.818.523.47

72.509.066.60

Innborgað í ríkissjóð á 20. gr.:

Skv. fjárlagaliðum ,

11.070.162.94

Innborgaðar ýmsar innstæður

279.809.71

Innborgað fé til geymslu

2.382.876.75

13.732.849.40

58.776.217.20

Kr.

71.195.221.19

Þessum greiðsluhalla hefur ríkissjóður mætt þannig:

1.

Tekin föst lán

2.033.76123

2.

Með lausaskuldum:

Hjá Tryggingastofnun ríkisins.

2.898.676.90

Víxill í Landsbankanum (v/ullaruppbótar)

4.650.000.00

Aukinn yfirdráttur á hIr. í Landsbankanum v/

alþjóðabankans og alþjóðagjaldeyrissjóðsins

7.141.150.00

Skuld víð fiskframleiðendur v/fiskábyrgðar

21.099.429.23

Aukinn yfirdráttur á hlr. 1727 f Landsbankanum

26.053263.12

Ógreiddar upphæðir, sem færðar hafa verið til

gjalda 1947'

7.102.578.93

68.945.098.18

3.

Með sjóði frá árinu 1946

216.361.78

Kr.

71.195.221.19

Upphæð þessi er raunverulega fé, sem var yfirdregið á hlr. 1727 árið 1948 og kemur fram sem aukinn yfirdráttur það ár, en útgjöld þau, sem greidd voru með þessum peningum, voru færð á árið 1947.

Fylgiskjal VI.

Skuldir ríkissjóðs í árslok 1947.

I.

Innlend lán

22.793.784.20

II.

Dönsk lán

4.793.799.18

III.

Erlend lán v/síldarverksmiðjanna

742337.00

IV.

Lausaskuldir (sundurliðun) :

1.

Skuld er mæti innl. á skiptimynt

1.920.000.00

2.

Erlendar skuldir v/raftækjaeinkasölu

346.320.74

3.

Óuppgerð viðskipti frá styrjaldarárunum

vegna danskra 1ána

141.464.53

4.

Biðreikningar v/Statsanstalten

116.84

5.

Handelsbanken

166.964.75

6.

Innstæður ýmissa stofnana hjá sendiráðum.

14.787.08

7.

Tryggingastofnun rikisins.

3.733.459.35

8.

Landsb. víxillán v/ullaruppbóta

4.650.000.00

9.

Landsb. hlr. 3501 v/alþjóðabankans

1.299.414.25

10.

— —

5825

6.492.237.00

11.

— —

5892

4.675.393.76

12.

— —

1727

33.953263.12

13.

Skuld við fiskframleiðendur v/fiskábyrgðar

16.424.035.47

14.

Ógreiddar upphæðir, sem færðar hafa verið

til gjalda 1947

7.102578.93

80.960.035.82

V.

Geymt fé

20.784.230.20

Samtals kr. 130.074.186.40

Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu í septemberlok 157 millj. kr., en voru á sama tíma í fyrra 147.3 millj. kr. Útgjöldin voru aftur á móti 138.6 millj. gegn 127.3 millj. á sama tíma í fyrra. Um einstaka tekjuliði skal þetta tekið fram.

Álagður tekju- og eignarskattur er samkvæmt skýrslum skattayfirvalda, þegar frá er dregin áætluð lækkun yfirskattanefnda og ríkisskattanefndar, ca. 59 millj. kr., en var áætlað 43 millj. kr., og má þá ganga út frá allt að 16 millj. kr. umframtekjum á pappírnum. Þessi mikla hækkun stafar að allverulegu leyti af áhrifum frá lögum um eignakönnun, því að samkvæmt skýrslum skattanefnda ber mjög mikið á því, að fram hafi verið talið með tekjum og eignum s.l. árs tekjur og eignir frá eldri tíð, sem ekki hafði verið gefið upp áður. Hins vegar er margt, sem bendir til, að innheimta skattanna muni ganga mun verr en áður, þannig var innheimt í septemberlok aðeins rúmlega 1/3 hluti skattanna, og ýmsir innheimtumenn, þar á meðal tollstjórinn í Reykjavík, telja meiri tregðu á greiðslum, en verið hefur á undanförnum árum.

Verðtollurinn var áætlaður 60 millj. kr., en í septemberlok var aðeins innheimt 35.5 millj. kr., sem bendir til, ef innflutningur verður líkur það, sem eftir er ársins, eins og verið hefur, að upp á þennan tekjustofn komi til að vanta 13–14 millj. kr. Það er augljóst, hvernig á þessu stendur. Eru það hinar ströngu innflutningshömlur, sem hér eru að verki, sem einkanlega kemur niður á tollháum vörum. Er það með öllu óviðunandi, að Alþ. byggi fjárhagsafkomu ríkissjóðs á jafnþýðingarmiklum tekjustofni og verðtollurinn er, en að þær sérstöku ráðstafanir, sem ríkisvaldið annars vegar hefur með höndum til að skipuleggja innflutninginn, rýri þennan þýðingarmikla tekjustofn um of, svo sem átt hefur sér stað á þessu ári. Ég hef þráfaldlega á þetta bent innan ríkisstj. og eins þegar umræður hafa farið fram við fjárhagsráð um innflutningsmál, að hag ríkissjóðs væri stefnt í óefni með of miklum niðurskurði á hinum helztu verðtollsvörum. Á þessu verður að verða breyting, og mun ég víkja að því síðar, er ég ræði um fjárlagafrv. fyrir 1949.

Söluskatturinn var áætlaður 19 millj. kr., en aðeins innheimt 7.4 millj. kr. í septemberlok. Er mjög erfitt að gera sér grein fyrir, hve mikill hann muni verða, en áætlun, sem gerð var, eftir að skatturinn hafði verið lagður á, fyrir hálft árið, benti til, að hann gæti orðið 16–17 millj. kr. Raunar var þetta frekast ágizkun ein, vegna þess að fjöldi gjaldenda taldi ekki fram og varð því að áætla þeim skatt. Tvennt er það, sem hefur áhrif í þessu efni, lítill innflutningur á árinu og minni verzlun, en verið hefur. — Aðrir skattar og tollar virðast muni standast áætlun, en ekki fyrirsjáanlegt, að þeir fari fram úr áætlun, svo að nokkru nemi.

Tekjur af ríkisstofnunum voru áætlaðar 61.5 millj. kr., en voru í septemberlok orðnar 56.8 millj. kr. Er fyrirsjáanlegt, að þessar tekjur muni fara allverulega fram úr áætlun. Eru það aðallega einkasölurnar, sem hér skipta máli. Hagnaður af áfengissölu er á fjárl. áætlaður 42 millj. kr., en var í septemberlok orðinn 37.4 millj. kr. Með líkri sölu og verið hefur má búast við 50 millj. kr. hagnaði á árinu. Tóbakseinkasalan var talin mundu gefa 17.5 millj. kr. í hagnað, en í októberbyrjun var hagnaðurinn orðinn 18.3 millj. kr. Ætti því að mega reikna með 24 millj. kr. hagnaði allt árið, ef gengið er út frá sömu sölu það, sem eftir er ársins, og verið hefur.

Af þessu yfirliti má sjá, að þrátt fyrir fyrirsjáanlegan halla á verðtolli og sennilega einnig söluskatti má ganga út frá, að heildartekjur ársins fari eitthvað verulega fram úr áætlun. Hins vegar má búast við samkvæmt reynsla undanfarinna ára, að flestir útgjaldaliðir fari fram úr áætlun, en þó hlýtur festing kaupgjaldsvísitölunnar í 300 stig allt árið að hafa áhrif til lækkunar umframgreiðslnanna. Vitað er þó nú þegar um nokkra liði, sem umframgreiðsla verður á, t.d. viðhald þjóðvega, sem vegamálastjóri telur, að fari 3 millj. kr. fram úr áætlun. Sama er að segja um kennslumálin, sem urðu 34 millj. kr. 1947, en ekki áætlað nema 27 millj. kr. til á þessu ári, en fyrirsjáanlegt, að sú upphæð hrekkur ekki nándar nærri, og verður umframgreiðslan vart minni en í fyrra, eða 5 millj. kr., og loks dýrtíðarráðstafanir, en til þeirra er áætlað 55 millj. kr. Samkvæmt skýrslu ríkisbókhaldsins hefur verið greitt upp í þennan kostnað 28.9 millj. kr., og er þess að geta, að mikið er ógreitt enn af því, sem þegar er áfallið.

Samkvæmt athugun, sem hefur verið gerð í ráðuneytinu á því, hve mikið sé enn ógreitt, hefur komið í ljós, að greiða þarf í viðbót:

millj. kr.

Upp

í kjötuppbætur

9

í niðurgr. á mjólk

3

f niðurgr. á smjöri

2

í niðurgr. á saltfiski

0.2

í niðurgr. á smjörlíki

1.4

í niðurgr. á kartöflum

1

Verðlagsuppbót á útfl. fiski '47

1.7

á sama 1948

10.5

á útfl. kjöti

4.6

35.4

Þá liggur fyrir krafa um verðuppbót

á gærum frá f. ári

0.5

og frá síldarverksm. ríkisins vegna

taps á lýsi, sem notað var til

verðuppbótar fisks

1.2

Samtals

37.1

sem að viðbættum ofangreindum 28,9 millj. verða 66 millj. kr., en það svara til að útgjöld til dýrtíðarráðstafana fari rúmar 11 millj. kr. fram úr áætlun.

Sökum aflabrests á síldarvertíðinni í sumar gerðu síldarverksmiðjur ríkisins þá kröfu, sem ég gat um, og mér og þeim kunnugu mönnum, sem hafa athugað það, virðist, að erfitt sé að standa á móti, upp á rúml. eina millj. kr., sem mundi verða að teljast til fiskábyrgðarinnar.

Þegar gengið var frá fjárlögum fyrir yfirstandandi ár, var gert ráð fyrir, að fiskábyrgðin mundi nema rúmlega 20 millj. kr., og allt fram í síðasta mánuð var ekki annað fyrirsjáanlegt en að sú upphæð mundi ekki hrökkva og fiskábyrgðin gæti farið allt upp í 25 millj. kr. En þá tókst að ná hagkvæmum samningum við Bandaríkin um að selja það, sem eftir var óselt af hraðfrystum fiski, fyrir ábyrgðarverð með þeim afleiðingum, að ekki þarf að gera ráð fyrir nema 14,5 millj. kr. útgjöldum á þessu ári vegna fiskábyrgðarinnar. Sýnir þetta meðal annars, hve fádæma erfitt það er að áætla með nokkru öryggi hæfilegar fjárhæðir til dýrtíðarráðstafana í því ástandi, sem hér hefur skapazt, þegar sýnt er, að kostnaðurinn við þær mun fara rúmar 11 millj. kr. fram úr áætlun á árinu þrátt fyrir margra milljóna sparnað á einum lið þeirra, fiskábyrgðinni. Gefur þetta nokkra hugmynd um, hversu létt verk það muni vera að framfylgja fjárhagsáætlun Alþ. á þessum tímum eins og allt er í pottinn búið.

Eins og útlitið var um rekstrarafkomu ríkisins fyrri hluta ársins, þótti ríkisstj. nauðsyn bera til að nota heimild fjárlaganna um 35% lækkun á framlögum til verklegra framkvæmda að undanskildri fjárveitingu til nýbyggingar þjóðvega. Er gizkað á, að við þessa ráðstöfun muni sparast 5 til 6 millj. kr.

Ég hef nú bent á, að tekjuskatturinn, þar með talinn stríðsgróðaskatturinn, muni fara um 16 millj. kr. fram úr áætlun og jafna þar með væntanlegan halla á verðtolli og söluskatti, að einkasölurnar muni koma með 14 millj. kr. tekjur umfram áætlun, auk þess sem aðrir tekjuliðir muni standast áætlun og sumir gefa aukinn hagnað. Mætti því reikna með, að tekjurnar færu allt að 20 millj. kr. fram úr áætlun. Ég hef einnig bent á, að sparnaður við lækkun framlaga til verklegra framkvæmda muni nema um 5-6 millj. kr., en ég tel mjög vafasamt, að sú útgjaldalækkun vegi upp á móti venjulegri umframgreiðslu á flestum liðum fjárl. Hins vegar má telja víst, að vegamál fari 3 millj. kr. fram úr áætlun, kennslumál um 5 millj. kr. og dýrtíðarmál um 11 millj. kr., eða samtals 19 millj. kr., sem samsvarar nokkurn veginn því, sem gert er ráð fyrir, að tekjurnar fari fram úr áætlun.

Ef þessi áætlun stenzt, þarf ekki að búast við verulegum tekjuhalla á þessu ári, en heldur ekki tekjuafgangi, sem skiptir nokkru máli, en það þýðir, að lítið eða ekkert verður til upp í 24 millj. kr. greiðsluhalla fjárlaga þessa árs.

Ég sný mér þá að frv. því til fjárlaga fyrir 1949, sem lagt hefur verið fyrir Alþ. Eins og ég hef getið hér að framan, varð rekstrarhalli á árinu 1947 um 12.4 millj. kr. Greiðsluhallinn það ár nemur rúmlega 71 millj. kr. Þó að ekki sé útlit fyrir, að rekstrarhalli verði á þessu ári, má búast við allverulegum greiðsluhalla og samsvarandi aukningu skulda ríkissjóðs. Mér virðist, að það ætti nú að vera öllum ljóst, að á þessari braut er ekki hægt að halda áfram lengur. Eins og ég gat um í skýrslum mínum til Alþ. í fyrra, hefur þetta ástand skapazt að allverulegu leyti af löggjöf, sem sett hefur verið um margvíslegar framkvæmdir í landinu, án þess að séð væri fyrir nokkru fé til framkvæmdanna, en allt skyldi gert fyrir lánsfé. Hefur verið óhjákvæmilegt að framkvæma mikið af þessu, mest fyrir bráðabirgðalán, sem þegar saman kemur hefur aukið skuldir ríkissjóðs mjög. Þar til koma svo aukin lögboðin framlög ríkisins til kennslumála, landbúnaðarmála, raforkumála, félagsmála o.fl. og loks allir þeir milljónatugir, sem fara í dýrtíðarráðstafanir árlega.

Ég hef einnig bent á, að aukning ríkistekna af ýmsum tekjuliðum fjárlaganna, svo sem tekju- og eignarskatti, verðtolli og hagnaði af einkasölum byggist að verulegu leyti á verðbólgunni í landinu og að þessir tekjuliðir hljóta að dragast saman um leið og jafnvægi kemst á í landinu á milli vöruframboðs og kaupgetu almennings.

Hér verður því að nema staðar, því að annars rekur að því fyrr en varir, að útgjöld ríkisins í vexti og afborganir, sem á fjárlagafrv. nema samtals 23.1 millj. kr., sliga ríkissjóðinn, þannig að lítið eða ekkert verður eftir til óhjákvæmilegra framkvæmda frá ári til árs. Við þetta bætist svo, að sumir tekjustofnar ríkisins, svo sem verðtollurinn, brugðust á þessu árl. Það hefur því verið allt annað en létt verk að koma saman fjárlagafrv., sem gerði ráð fyrir hallalausum búskap jafnframt því sem haldið væri í horfinu um nauðsynlegar framkvæmdir til almenningsheilla. Hefur frv. orðið síðbúið af þessum ástæðum, og má hver lá mér það, sem vill.

Í frv. er gert ráð fyrir, að tekjur ríkisins verði næsta ár 241.2 millj. kr. eða nærfellt 20 millj. kr. hærri en á fjárl. þ.á. útgjöldin 213.8 millj. kr. og því rekstrarhagnaður, er nemi um 27.4 millj. kr. og 396 þús. kr. greiðsluhalla, samkvæmt sjóðsyfirliti. Er þessari niðurstöðu náð með tvennu móti, lækkun útgjalda á ýmsum liðum fjárlaga og þó einkum á 19. gr.l, dýrtíðarráðstafanir, sem gert er ráð fyrir, að lækki um 16 millj. kr., og mun ég skýra það nánar síðar, en um tekjuhliðina vil ég segja þetta: Ekki er gert í frv. ráð fyrir neinum nýjum tekjustofnum, en hins vegar hækkun á söluskatti úr 19 millj. kr. í 34 millj. kr. og verðtollurinn látinn haldast óbreyttur frá síðustu fjárlögum þrátt fyrir mikla tekjurýrnum í ár á þeim lið. Hagnaður af ríkisstofnunum er áætlaður hinn sami og á þessa árs fjárlögum þrátt fyrir fyrirsjáanlegan hagnað í ár, og er það byggt á því, á hve valtan er að róa með þessar tekjur, hvenær sem að kreppir. Tekju- og eignarskattur er áætlaður með sömu fjárhæð og í fjárlögum þ. á., þrátt fyrir það að hann fer mjög fram úr áætlun í ár, en til þess lágu sérstakar ástæður, eins og ég hef áður skýrt. Nú er það vitað, að tvær atvinnugreinar, sjávarútvegur og verzlun, hafa átt erfitt uppdráttar í ár vegna aflabrests á síldveiðum, að því er sjávarútveginn snertir, og innflutningshamla, hvað viðkemur verzlun, svo að alveg er víst, að þeir, sem þessa atvinnu stunda, standa mun verr að vígi að greiða skatta næsta ár, en í ár. Sama má að nokkru leyti segja um iðnaðinn, sem hefur orðið fyrir þungum búsifjum fyrir skort á erlendum hráefnum. Vel má vera, að þessi liður sé of hátt áætlaður, og vil ég alvarlega vara hv. þm. alþm. og fjvn. við að gera tillögur til hækkunar á honum.

Þá er gert ráð fyrir, að söluskatturinn hækki í 34 millj. kr. úr 19 millj. kr. á þ. á. fjárlögum. Er þetta sú leið, sem ég hef fundið tiltækilegasta að svo komnu til nauðsynlegrar hækkunar á tekjum ríkisins. Er þetta hugsað þannig, að söluskatturinn verði hækkaður um 100% frá því, sem hann nú er, og þá miðað við, að hann gefi ekki af sér í ár nema 17 millj. kr., eins og áður er skýrt. Þessi tekjuöflunarleið hefur verið reynd um nokkurt skeið í ýmsum löndum og virðist hafa gefið góða raun. Sem dæmi má nefna, að í Bandaríkjunum nemur þessi tekjustofn 30% af heildartekjum af tollum og sköttum, en samkvæmt áætlun fjárlagafrv. er ekki gert ráð fyrir, að söluskatturinn sé nema 19% af sömu tekjum.

Eins og söluskatturinn er nú, má segja, að hann skipti litlu máli um hækkun verðlags á nauðsynjum, en við hina fyrirhuguðu hækkun mun þessa að sjálfsögðu verða meira vart, en það verður ekki á allt kosið, þegar til þess kemur að afla nýrra tekna. Enginn getur leyst þá þraut án þess að það komi við, við allan almenning í landinu og því áhöld um hver leiðin sé bezt valin, en ég er auðvitað reiðubúinn að ræða hverja skynsamlega tillögu, sem fram kann að koma frá hv. alþm. og hnígur í sama farveg.

Um verðtollinn er það að segja, að til þess að áætlun standist, þarf að koma til meiri innflutningur á ýmsum tollháum vörum en var í ár, svo sem vefnaðarvörum, búsáhöldum, rafmagnstækjum og efni, og tel ég nauðsynlegt, að ríkisstj. beiti sér fyrir þeim ráðstöfunum, er til þarf, því að fáist það ekki tryggt í tæka tíð, að nægilega mikið af verðtollsvörum fáist innflutt, svo að réttlætanlegt sé að áætla verðtollinn eins og gert er í frv., er þýðingarlaust að láta þá upphæð standa þar svo háa.

Aðrir tekjuliðir eru svo lítið breyttir, að ekki er ástæða til að ræða þær breytingar, sem gerðar hafa verið, sem eru byggðar á reynslu undanfarinna ára.

Um gjaldahlið fjárlagafrv. er þetta að segja: Rekstrarútgjöldin eru áætluð 2.7 millj. kr. lægri, en í fjárlagafrv. fyrir árið 1948 og 7.2 millj. lægri, en sjálf fjárlögin.

Greiðslur samkvæmt 20. gr. áætlast 3.2 millj. kr. hærri, en í fjárlögum þessa árs og útgjöldin því samtals um 4 millj. kr. lægri, en í ár. Skal nú vikið að helztu gjaldaliðum frumvarpsins.

Vextir eru áætlaðir um 2 millj. kr. hærri, en í núgildandi fjárl., og munar þar mestu um vexti af lánunum, sem tekin voru hjá bönkunum hér til greiðslu fiskábyrgðanna 1947, og af dollaraláninu, sem tekið var í sumar. En vextir dollaralánsins verða að endurgreiðast af þeim, sem notið hafa lánsins, og koma fram sem tekjur á ríkisreikning síðar. Eru þessir vextir samtals um hálf önnur milljón, en það, sem eftir er af hækkuninni, kemur allt á föst innlend lán.

Vextir af lausaskuldum eru áætlaðir mjög svipaðir sem í ár. Nú hefur alveg nýlega verið tekið 15 millj. kr. lán með nýju formi, þannig að vextirnir eru greiddir eftir happdrættisvinningum. Vaxtafóturinn er 5%. Lánsform þetta virðist vera vinsælt, og seldust öll þau skuldabréf upp, sem boðin voru út. Er nú í athugun, hvort bjóða skuli út meira af slíkum lánum. Fé það, sem inn kemur fyrir happdrættisskuldabréfin, er ætlað til lækkunar lausaskuldum ríkissjóðs, sem segja má, að séu ekki aðrar en yfirdráttarlán í Landsbankanum. Það var með vilja gert að gera ekki ráð fyrir happdrættisláninu í frv., enda sást ekki fyrr en um miðjan október, hve hátt það mundi verða. Þetta skiptir ekki miklu máli, því að lausaskuldirnar hefðu verið áætlaðar því lægri sem happdrættisláninu nam.

Vextirnir af yfirdráttarláninu í Landsbankanum eru 6%. Ég hef þegar gert tilraun til þess að komast að samningum við bankastjórnina um að fá vaxtafót þennan lækkaðan og vil gjarna láta það hér í ljós, að ég tel hann allt of háan, og mun reyna það, sem ég get, til að fá hann lækkaðan.

Um 10. og 11. gr. frv., sem hækka á flestum liðum frá þessa árs fjárl. og samtals um rúmar 3 millj., er það að segja, að mestur hluti hækkunarinnar stafar af því, að liðirnir voru of lágt áætlaðir í fyrra. Reikningar ársins 1947 og reynsla þess, sem af er þessa árs, sýna, að kostnaður við framkvæmdirnar á þessum fjárlagagreinum er allmiklu meiri en gert var ráð fyrir við samning fjárlagafrv. fyrir 1948.

Heilbrigðismálin eru áætluð rúmum 3 millj. kr. hærri en í núgildandi fjárlögum. Mikill hluti þessarar hækkunar stafar af því, að tekjur ríkisspítalanna voru of hátt áætlaðar í núgildandi fjárl., en einnig af því að bætzt hafa við fæðingardeild Landsspítalans og viðbót við Kleppsspítalann. Þá mun styrkur til berklasjúklinga og annarra sjúklinga hafa verið of lágt áætlaður í fyrra.

Til vegamála er nú áætluð um 4 millj. kr. lægri fjárhæð, en í núgildandi fjárlögum. Ég hef ekki treyst mér til að leggja til, að meira verði veitt til nýrra akvega en 3 millj. kr., en í ár eru veittar rúmar 6.7 millj. Til viðhalds eru í frv. teknar 9 millj., jafnhá fjárhæð sem í ár, en ég vil taka fram, að þrátt fyrir aðvörun fjmrn. í vor hefur verið unnið að viðhaldi og endurbótum á þessu ári fyrir nokkru hærri fjárhæð en áætluð er, og telur vegamálastjóri í tillögum sínum til fjárlagaáætlunarinnar, að ekki verði komizt af með minna en 12.5 millj. kr. til vegaviðhaldsins í ár. Nú verður þetta að vera öðruvísi á næsta ári. Annaðhvort er að veita ákveðna fjárhæð til viðhaldsins, sem ekki verði áætlunarfjárhæð, og sé þá það viðhald látið sitja á hakanum, sem ekki næst með fé því, sem veitt verður, eða áætla viðhaldið eins og ætla má, að það verði, og draga enn úr nýbyggingum á vegum. Að sjálfsögðu er miklu meiri hagsýni í því að skipta ekki í allt of marga staði fjárveitingu hvers árs til nýrra akvega, enda gleypir flutningur á verkafólki og vinnutækjum landshorna á milli óhemju fé og dýrmætan tíma.

Til hafnarmannvirkja og lendingarbóta eru í frv. ætlaðar kr. 4.500.000.00, ósundurliðað, og tillag til hafnarbótasjóðs kr. 300.000.00. samkvæmt 2. gr. laga nr. 93 1943. Samkvæmt sömu lögum hvílir á ríkissjóði sú skylda að endurgreiða hafnarbótasjóði á þremur árum það fé, sem úr honum er veitt til viðbótar fjárlagaframlaginu til hafnargerða. Með lagasetningu þessari er í rauninni verið að sniðganga fjárl. og látið á þann veg í vald annars aðila en fjárveitingavaldsins, hve mikið fé er notað til þeirra mannvirkja, er hér um ræðir. Vil ég benda hv. fjvn. á, hvort hún sjái ekki ástæðu til að fá þessari löggjöf breytt.

Kostnaður við kennslumálin er í frv. áætlaður um 28.5 millj. kr. og er það hækkun frá núgildandi fjárl. um tæpar 1.2 millj. Samt sem áður er nú veitt 2.5 millj. kr. lægri fjárhæð til byggingarstyrkja heldur en er í fjárl. þessa árs. Mismunurinn liggur að mestu leyti í því, að kostnaðurinn var of lágt áætlaður í núgildandi fjárl., og má sjá í aths. við frv., hvernig á því stendur.

Til landbúnaðarmála er nú lagt til, að veittar verði 20.5 millj. króna á móti 16.8 millj. í fjárl. þessa árs. Er hér um að ræða hækkun um 3.7 millj. kr. Það er nú svo með útgjöld þessi til landbúnaðarmálanna að þau eru öll svo rígbundin með lögum, að fjmrh. er minna svigrúm veitt til þess að draga úr þeim, en mörgum öðrum jafnnauðsynlegum gjaldaliðum, ef fjárhagsafkoma ríkissjóðs kynni að krefjast þess. Hækkunin stafar bæði af of lágri áætlun á fjárl. þessa árs og því, að samkvæmt lögum frá síðasta Alþ. hafa ríkissjóði verið lagðar allmiklar greiðsluskyldur á herðar til viðbótar því, sem áður var Þá var með lögum frestað að greiða í ár 1 milljón af framlagi til byggingar- og landnámssjóðs, sem eðlilega er tekið upp í þetta frv. sem lög standa til.

Kostnaðurinn við raforkumál lækkar um 800.000 kr. frá fjárl. þessa árs. Við þetta er það að athuga, að í fjárl. fyrir 1948 var gert ráð fyrir miklu meiri framkvæmdum og kostnaði, en raun varð á. Það er rétt að geta þess hér, að framkvæmdirnar í raforkumálunum hljóta að verða að hægja á sér, meðan ekki fást innflutt nægileg tæki til þess að hagnýta raforku þá, sem þegar er fyrir hendi. Svo sem sjá má í aths. við frv. verður ríkissjóður nú að hlaupa undir bagga með raforkufyrirtækjum, sem ætla má, að gætu borið sig, ef hægt væri að hagnýta orkuna til fulls.

Framlagið til alþýðutrygginganna er í frv. áætlað mjög svipað sem í ár, og er þá enn gert ráð fyrir því, að frestað verði kafla almannatryggingalaganna um heilsugæzlu.

Til dýrtíðarráðstafana eru í frv. áætlaðar 33 millj. kr. — Þegar athugað er, að á árinu 1947 fóru yfir 60 millj. kr. til þessara útgjalda og að á yfirstandandi ári má búast við, að um 66 millj. þurfi í sama skyni, má réttilega segja, að þessi upphæð sé allt of lágt áætluð, ef gert sé ráð fyrir sams konar niðurgreiðslum og uppbótum áframhaldandi. Mér virðist orðið óhjákvæmilegt að draga úr greiðslum ríkissjóðs vegna dýrtíðarráðstafana, í fyrsta lagi vegna þess, að það er sýnilega ekki hægt að halda áfram sívaxandi greiðslum á þessu sviði. Fjárhagsafkoma ríkissjóðs á árinu 1947 er þess ljós vottur, að þessar greiðslur meðal annarra vaxa gjaldgetu ríkissjóðs yfir höfuð. Í öðru lagi eru sumar þeirra, t.d. neytendaniðurgreiðslur á kjöti, sem kosta orðið 20 millj. kr. árlega, mjög vafasöm ráðstöfun, og má geta þess hér, að í fjmrn. liggja fyrir upplýsingar um framkvæmdina sums staðar á landinu á þessum lið dýrtíðarráðstafanna, er sýna, að full þörf er endurskoðunar á þessum sérstöku aðferðum í sambandi við dýrtíðarmálin.

Í sambandi við þá grein fjárlagafrv., sem hér ræðir um, þ.e. 19. gr., vil ég enn fremur minnast á fundarályktun aðalfundar Landssambands íslenzkra útvegsmanna, sem haldinn var síðari hluta október þ. á., þar sem meðal annars voru gerðar kröfur um stórum hærri ábyrgðargreiðslur á bátafiskinn en nú á sér stað; svo háar, að ekki verður séð, að neitt vit væri í því að leggja svo miklar skuldbindingar á ríkissjóð, nema þá að aðrar og afdrifaríkari ráðstafanir væru gerðar á öðrum sviðum, annaðhvort varðandi tekjuöflun eða lækkun annarra útgjalda ríkissjóðs og á fleiri sviðum en átt hefur sér stað fram að þessu.

Í þessu sambandi vil ég sérstaklega benda á þá leið, sem þessi aðalfundur L.Í.Ú. fór fram á, að farin yrði til að uppfylla þær kröfur um hærra verð á fiski, er uppi voru á fundinum og náðu samþykki hans. Þar var sem sé bent á, að útflytjendum yrði gert kleift að greiða þetta verð með því að leggja mismuninn á viðurkenndu framleiðsluverði og söluverði afurðanna á þær vörur eða hluta af þeim, sem keyptar yrðu fyrir andvirði ákveðinna útflutningsafurða.

Aðrir hafa orðað þá hugsun, er hér virðist liggja að baki, á þann hátt, sem getur borið að sama brunni, sem sé að ákveðinn hluti af andvirði íslenzkra afurða seldra erlendis, sem notaður væri til innkaupa á öðrum vörum, en matvörum eða öðrum brýnum lífsnauðsynjum, væri seldur við hærra verði, en er samkv. núgildandi gengisskráningu, en þá um leið leyft að flytja inn fyrir þann gjaldeyri, er þannig væri til kominn, ýmsar þær vörur, sem eru mjög eftirsóttar af almenningi og ekki tilheyra þeim vöruflokkum, sem lagðir eru til grundvallar við útreikning vísitölu á hverjum tíma. Auðvitað yrði allur slíkur innflutningur að heyra undir afskipti innflutningsyfirvaldanna, meðan innflutningshöft eru í gildi.

Þessi leið, og ef til vill aðrar leiðir, sem á er bent til þess að finna starfsgrundvöll fyrir bátaútveginn á annan veg en þann að greiða útflutningsuppbætur úr ríkissjóði, kann að þykja varhugaverð að einhverju leyti. Ég efast engan veginn um, að eitthvað megi að henni finna, en þegar svo er ástatt sem raun ber vitni, bæði hvað getu ríkissjóðs snertir til að standa undir áframhaldandi uppbótargreiðslum á útflutningsafurðirnar og þegar þar við bætist, að talað er um stórfellda hækkun á fiskábyrgðarverðinu, tel ég rétt og enda skylt fyrir hið háa Alþ. að taka til athugunar, hvort þennan vanda framleiðendanna megi ekki leysa að minnsta kosti að einhverju leyti eftir öðrum leiðum en þeim, er farnar hafa verið til þessa.

Frá sjónarmiði ríkissjóðs væri tvennt unnið við það að hækka útflutningsverð afurðanna þann veg, er hér hefur verið bent á. Í fyrsta lagi losnaði ríkissjóður framvegis við þau útgjöld, er leiðir af greiðslu útflutningsuppbótanna á fiskafurðir og kjöt og í öðru lagi fengi ríkissjóður auknar tekjur af þeim aukna vöruinnflutningi, er af slíkum ráðstöfunum mundi leiða. Ég mun gera að tillögu minni, að niðurgreiðslurnar á innlendum afurðum verði færðar í það horf, er viðráðanlegra sé fyrir ríkissjóð en nú er, og að rannsakað verði til hlítar, hvort ekki megi fá sæmilegan starfsgrundvöll fyrir bátaútveginn eftir þeim leiðum, sem hér hefur verið á drepið, og þá án stórfelldra fjárútláta beint úr ríkissjóði. Mætti það verða til þess, að sú upphæð, sem sett hefur verið í frv., fengi staðizt.

Undir sömu grein, 19. gr., er í þetta skipti tekin ný útgjaldaupphæð inn í frv., sem er 6 millj. kr. upphæð til stuðnings bátaútveginum vegna veiðibrests á þessu ári, og er þá einkum átt við hina misheppnuðu síldarvertíð á s.l. sumri. Mér þótti skylt þegar í haust, er séð varð, hversu fara mundi hjá bátaútvegsmönnum, er stunduðu síldveiðarnar, að skipa þar til hæfa menn, er fyrst og fremst höfðu það verkefni að safna upplýsingum um afkomu þeirra báta, er höfðu stórtapað á sumrinu við síldveiðarnar. Jafnframt sneri ríkisstj. sér bæði til Landsbankans og útvegsbankans og fór mjög eindregið fram á það, að hvor bankinn fyrir sig gerði sitt ýtrasta til að létta undir með sínum viðskiptamönnum til að leysa sjóveðs- og aðrar lögveðskröfur á venjulegum viðskiptagrundvelli, án þess að ábyrgð ríkissjóðs kæmi til. Var þá haft fyrir augum að freista þess að aðstoða þá, er út undan kynnu að verða, á þann hátt, ef nokkur tök væru á. Ráðuneytinu barst hinn 20. okt. skýrsla frá þeirri nefnd manna, er fyrir ríkisstj. hönd hafði áðurgreinda athugun á afkomu bátaútvegsins með höndum. Var þar skýrt frá því, að reikningar hefðu borizt frá eigendum 134 báta, er síldveiðar stunduðu, og að samkv. þessum skýrslum eða reikningum hefðu rekstrartöp báta þessara numið samtals rúml. 12 millj. kr., en þar af væru lögveðs- og sjóveðskröfur 8.6 millj. kr. Bankarnir höfðu þegar veitt 32 bátum nauðsynleg lán og leyst sjóveðs- og lögveðskröfur af þessum bátum, er næmu um 1.4 millj. kr. Loks taldi n., að veita þyrfti aðstoð eða hjálp til að létta af bátaflotanum sjóveðs- og lögveðskröfum að fjárhæð ca. 6 millj. kr. Hér er vissulega um sannkallað vandræðaástand að ræða, því að allir þeir sjómenn, sem hér um ræðir, hljóta að hafa stóran baga af því að fá ekki kaup sitt greitt, og er það því allstór hópur manna, sem í viðbót við útgerðarmennina sjálfa býður eftir einhverri lausn á þessum málum. Við þetta bætist svo það, að þær áhyggjur og vandræði, sem útvegsmenn og sjómenn hafa af töpunum frá í sumar, eru þeim vitanlega fjötur um fót, að því er snertir undirbúning undir nýja vertíð, hvort heldur er til síldveiða eða annarra veiða.

Eins og kunnugt er hefur ríkissjóður tvisvar áður orðið að rétta síldveiðiflotanum hjálparhönd undir svipuðum kringumstæðum, þ.e.a.s. árið 1945 og svo s.l. ár. Voru teknar 5 millj. kr. að láni hvort árið fyrir sig í þessu skyni. Þar að auki undirgekkst ríkisstj. í sumar gagnvart bönkunum að standa undir nokkrum ábyrgðum af rekstrarlánum til bátanna, er viðbúið var, að ýmsir hlytu að gefast upp sökum fjárskorts, áður en eðlileg vertíðarlok væru komin. Að þessu sinni má segja, að ástandið hafi verið öllu alvarlegra en nokkru sinni fyrr, og vitaskuld mest af því, að erfiðara er um vik í þessum málum, þegar miklir skuldabaggar hvíla á ríkissjóði vegna kreppulána fyrri ára.

Í fjárlagafrv. því, er hér liggur fyrir, hefur að sjálfsögðu orðið að taka til greina vexti og afborganir af þeim lánum, er áður hafa verið tekin í þessu skyni, og taldi ég því réttara að taka hreinlega inn á rekstrarreikning frv. þá upphæð, er að dómi n., sem áður getur, var talin nauðsynleg til að leysa sjóveðs- og lögveðskröfur af bátunum í þetta sinn, heldur en að vega í hinn sama knérunn og áður og binda ríkissjóði nýja skuldabagga af þessum ástæðum. Það leiðir af sjálfu sér, að aðstoð, er hér um ræðir, í hvaða formi sem hún verður veitt útvegsmönnum þeim, er í hlut eiga, verður að vera afturkræf, svo framarlega sem þeim, er hennar njóta, vex svo fiskur um hrygg, að þeir séu þess megnugir að endurgreiða hana.

Þeir, sem kynnu að líta svo á, að ég hafi hér gert annað eða meira en skyldan býður með því að taka þá fjárhæð, er hér um ræðir inn á rekstrarreikning frv., þurfa að athuga það, að hér er yfirvofandi stöðvun fjölda báta af fyrrgreindum ástæðum og að hundruð sjómanna eiga sumarkaup sitt að minnsta kosti að einhverju verulegu leyti ófengið og að ekki er verjandi að láta slíkt afskiptalaust. Í þessu sambandi vil ég enn fremur geta þess, að fari svo sem til er ætlazt samkv. frv. og ríkisvaldið veiti þann atbeina, er hér um ræðir vegna sjóveðs og lögveðsskulda, er á þessum hluta bátanna hvilir, tel ég þá skyldu hvíla á bönkum landsins, þeim er, útvegsmenn skipta við, að sjá þeim farborða með rekstrarlán fyrir næstu vertíð, hvort heldur sem um síldarvertíð eða þorskvertíð er að ræða, og að ríkisvaldið geti með enn þyngri rökum krafizt þess af bönkunum, þegar það sjálft hefur virkar aðgerðir með höndum til að létta þá kreppu, sem bátaútvegurinn er í. Þótt þessi upphæð sé nú tekin inn í fjárlagafrv. stj., verður naumast hjá því komizt að fá lán til bráðabirgða til hjálpar bátunum. Veltur því nú þegar mjög á því, hverjar viðtökur þessi till. fær hjá hv. þm. og fjvn.

Afborganir af lánum ríkissjóðs og ríkisstofnana eru nú áætlaðar 16,6 millj. kr., rúmum 5 millj. kr. hærri en í fyrra. 2 fjárhæð þessari er innifalin afborgun af fiskábyrgðarlánum, 7.6 millj. kr., en hins vegar er engin afborgun áætluð af lausaskuldum. Ef þeim verður breytt í föst lán, svo sem þegar hefur verið gert að nokkru leyti með happdrættisláninu, verður að áætla enn meira fé til afborgana, því þó að t.d. happdrættislánið eigi fyrst að greiðast upp að 15 árum liðnum, verður að leggja til hliðar á hverju ári til afborgana af því.

Þá er að geta útgjaldaliðs í fjárlagafrv., sem nýlunda er að sjá þar. Á undanförnum árum hefur verið hlaðið á ríkissjóð svo miklu af ábyrgðum, að óhugnanlegt er, og nú eru afleiðingarnar farnar að koma í ljós. Í ár verður ríkissjóður að greiða svo milljónum skiptir vexti og afborganir af lánum, sem hann hefur ábyrgzt og lántakendur hafa engin tök á að greiða. Er áætlað, að ríkissjóður muni þurfa að greiða um 4 millj. kr. á næsta ári vegna ábyrgða, og líkurnar fyrir því, að ríkissjóður fái þetta fé endurgreitt, eru ekki miklar.

Úr fjárveitingum til byggingarframkvæmda ríkissjóðs sjálfs og ríkisstofnana hefur orðið að draga mikið og meira en æskilegt hefði verið. Er í athugasemdunum gerð grein fyrir því, sem út undan hefur orðið af tillögunum til byggingarframkvæmdanna.

Rekstrarútgjöldin samkv. frv. eru meiri en tíu sinnum hærri, en rekstrarútgjöldin samkv. ríkisreikningi 1939 og 90 millj. kr. hærri en rekstrarútgjöldin samkv. ríkisreikningi 1944, svo að tekið sé til dæmis það ár. Með samanburði ríkisreikningsins 1944 við frv. sést, að hækkunin hefur orðið langmest á kennslumálum og félagsmálum, og er þetta að því leyti til ískyggilegt frá fjárhagslegu sjónarmiði, að útgjöld þessi, sem nú nema samtals meira en fjórðungi heildarútgjaldanna, eru bundin við kerfi, sem lögfest er með ýtarlegri löggjöf, og er erfitt að draga úr þeim, þótt illa ári.

Árið 1939 námu þessi útgjöld samtals um 15% af heildarútgjöldunum og árið 1944 um 20%, en nú sem sagt yfir 25%a.

Ég hef nú með því, sem hér hefur verið sagt, gert hv. alþm. grein fyrir afkomu ríkissjóðs á árinu 1947 eftir þeim gögnum, er fyrir liggja í reikningum þess árs. Enn fremur hef ég lýst rekstrarafkomu yfirstandandi árs eins og vænta má, að hún verði. Að vísu hefur orðið að áætla nokkuð útkomu síðara ársfjórðungsins, og rétt er að hafa það hugfast, að ekkert verður fullyrt í þessu fyrr en endanlegar niðurstöður liggja fyrir. Varðandi þær niðurstöðutölur, sem afkoma þessara ára sýnir og kann enn að sýna, er rétt að taka það fram, að bæði fyrirrennari minn í þessu embætti og ég höfum við meðferð fjárlagafrumvarpanna varað við þeirri hættu, er hlyti að leiða af þeim síhækkandi útgjöldum, sem hlaðið hefur verið á ríkissjóð með margvíslegum lagasetningum og ábyrgðum. Alþ. hefur hingað til ekki tekið slíkar aðvaranir fjmrh. mjög hátíðlega. Þarfirnar hafa verið margar, og allir flokkar þingsins hafa viljað eigna sér sem mest af þeim umbótum og framförum, sem talið hefur verið, að fengjust með lagasetningunum á ýmsu sviði undanfarin ár, en hins hefur minna verið gætt, að þeir baggar, sem bundnir hafa verið ríkissjóði, kynnu að verða of þungir, ef nokkuð bæri út af. Nú er það komið í ljós, svo að ekki verður á móti mælt, að Alþ. hefur reist ríkissjóði hurðarás um öxl með löggjöf síðari ára.

Loks hef ég rökstutt þær tillögur um tekjur og gjöld, er felast í frv. því til fjárl. fyrir 1949, sem hér er nú til umræðu, og leitazt við að vekja athygli hv. alþm. á hag og horfum í fjármálum ríkisins. Hef ég sérstaklega bent á nauðsyn þess, að aftur verði reynt að ná hallalausri afkomu. Í þessu sambandi hef ég lagt áherzlu m.a. á hina ríku þörf, sem orðin er á breytingu á fyrirkomulagi á niðurgreiðslum innanlands vegna dýrtíðarinnar og á því að minnka beinar greiðslur úr ríkissjóði til þess að mæta hallarekstri bátaútvegsins. — Auðvitað á aflabrestur og vaxandi verðbólga sinn stóra þátt í erfiðleikum ríkissjóðs.

Hvað sem líður orsökum og afleiðingum þeirra fjárhagsörðugleika, sem nú blasa við, vil ég enn leggja höfuðáherzlu á það, að gengið verði frá greiðsluhallalausum fjárl. fyrir næsta ár, svo að komizt verði hjá frekari skuldasöfnun.

Ég vil svo mælast til þess við hæstv. forseta, að þessari umr. verði frestað og málinu vísað til hv. fjvn.