12.04.1949
Sameinað þing: 65. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1077 í B-deild Alþingistíðinda. (1451)

42. mál, fjárlög 1949

Þorsteinn Þorsteinsson:

Herra forseti. Nú er þegar búið að greiða úr ríkissjóði 50 þús. kr. til þessara þýðinga á árinu 1947 og 1948. Þegar það var samþ. fyrst, þá var sagt, að Stefán Einarsson ætlaði að fara að vinna að þessum þýðingum. (PO: Lestu upp skrifaða ræðu?) Ég krefst þess að fá hljóð. Nú er komið fram, að Stefán þessi vinnur eigi að þessu verki, heldur einhver Tryggvi Olsen og Líndal dómari, sem hafa eftir ummælum Jóns Dúasonar fengizt við þýðinguna og eru hálfnaðir við frumþýðingu verksins. Þegar af þessu er sýnt, að eigi verður hægt að koma þessu áfram nema með stórmiklu framlagi. Ég tel því verkið betur óþýtt á enska tungu. (SK: Má ég fá orðið á eftir? — PO: Þetta er rógur.) Tel ég því, að fénu sé með þessu á glæ kastað, og segi nei.