12.05.1949
Sameinað þing: 72. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1108 í B-deild Alþingistíðinda. (1483)

42. mál, fjárlög 1949

Sigurður E. Hlíðar:

Herra forseti. Ég mun ekki halda langa tölu hér, því að hér er lið þunnskipað í þingsalnum, og hefur litla þýðingu að mæla með till. Það er meira venja að mæla með till., þar sem þeir menn eru oftast langt í burtu, sem helzt hefðu einhver áhrif í þeim efnum. Þessar 3 till., sem ég ber fram, voru sumar fluttar af mér við 2. umr. og voru þá teknar til baka samkvæmt tilmælum. Fyrsta till. var borin fram við 2. umr., en felld. Ég var einn af flm. hennar, en hef fengið margar áskoranir um að taka hana upp aftur. Það var till., sem nú er borin fram á þskj. 704 um það að veita Kvenréttindafélagi Íslands 15 þús. kr. til þess að senda fulltrúa á alþjóðamót kvenréttindafélaga í Amsterdam, sem felld var. Ég hef nú leyft mér að flytja brtt. um, að veittar verði 12 þús. kr. í sama skyni. Kvenþjóðin fylgir þessu fast eftir og þykir það hart, að henni sé ekki sá sómi sýndur að fá að senda fulltrúa á alþjóðamót, eins og mörg önnur félög, sem hafa fengið styrk til slíkra hluta úr ríkissjóði. Þær biðja því hv. Alþ. að veita þeim þennan styrk, sem ég hef leyft mér að bera hér fram brtt. um, að veittur verði. — Hinar brtt., sem ég flyt, eru á þskj. 712. Ég er einn flm.till. um, að byggð verði brú yfir Glerá. Ég gat þess þá, að það stæði dálítið sérstaklega á um þessa brú og að hér væri um nýmæli að ræða, að bæjarstjórnin á Akureyri hefði samþ. fyrir sitt leyti að greiða að kostnaðarverð brúarinnar, í staðinn fyrir að það er venjan, að hið opinbera fær að bera kostnaðinn allan. Ég fer fram á, að veittar verði til brúarinnar 210 þús. kr. úr ríkissjóði, sem eru 2/3 hlutar af kostnaðaráætluninni, sem vegamálastjóri hefur gert. — Loks er svo 3 till., sem ég ber fram ásamt hv. Str., hv. þm. Ísaf. og hv. 6. þm. Reykv. Þessi till. er nr. IV á þskj. 712 og er um það, að veittar verði 25 þús. kr. upp í ferðakostnað tónlistarfélagskórsins s.l. sumar. Við höfum leyft okkur að taka þessa till. upp nú í þeirri von, að hún nál fram að ganga. Ég gat um ástæðurnar fyrir því, að þessi till. er fram komin, í framsöguræðu minni við 2. umr. fjárl. Þessi kór tókst þessa ferð á hendur fyrir tilmæli ríkisstj. og hafði loforð fyrir því, að hið opinbera tæki þátt í kostnaðinum, og mér er kunnugt um það, að sjálfur forsrh. hefur haft þau ummæli síðan, að hann vildi standa við þau orð, að greitt verði úr ríkissjóði talsverð upphæð í þennan ferðakostnað. Þetta félag mætti fyrir Íslands hönd. Ég var þá viðstaddur þar og veit, að þessi kór kom þar fram okkur til mikils sóma. Kórinn var þar talinn afbragðsgóður, svo að félagið á skilið að fá viðurkenningu fyrir það. Þetta er fjölmennur kór, og auðvitað urðu þeir að leggja meira af mörkum en það að sleppa af atvinnu og jafnvel fá mann í staðinn fyrir sig. Það er því lágmarkskrafa, að kórinn fái beinan ferðakostnað greiddan. Ég mæli því sérstaklega með þessari till. fyrir mína hönd og meðflm. minna.

Skal ég svo ekki þvinga menn með lengra máli.