07.12.1948
Efri deild: 26. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 57 í B-deild Alþingistíðinda. (151)

92. mál, gjald af innlendum tollvörutegundum

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. Þetta frv. er, eins og athugasemdirnar segja, til kotnið vegna þess, að með l. nr. 121 1947 var ríkisstj. heimilað að innheimta gjald af innlendum tollvörutegundum á árinu 1948 með 50% viðauka. Með l. nr. 18 1948 var henni heimilað að innheimta þetta gjald, eins og það var orðið með 50% viðaukanum, með 100% álagi. Og með l. nr. 50 1948, 5. lið, var 100% álagið hækkað upp í 200%. Allar þessar hækkanir nema samtals 350%, þannig að gjald það, sem samkv. l. nr. 60 1939 var 1 króna, er nú kr. 4.50. Tekjuþörfin, sem réttlætti hækkanir þessar á árinu 1948, er engu minni nú en þá, og er því lagt til hér, að heimildin verði endurnýjuð á þann veg sem segir í frv., þannig að hún er gefin í einu lagi. — Ég vil óska þess, að þetta frv. fari til fjhn. að loknum þessum umr.