14.05.1949
Sameinað þing: 73. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1157 í B-deild Alþingistíðinda. (1538)

42. mál, fjárlög 1949

Páll Þorsteinsson:

Ég tel höfuðatriðið að gera ráðstafanir til þess að auka kaupmátt launa og peningatekna og einnig án tafar alls herjar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir yfirvofandi fjárhagshrun og samdrátt og stöðvun atvinnu. Ég tel, að í því sambandi beri að rannsaka kjör og aðstöðu launamanna og annarra stétta og vinna að auknu réttlæti í launagreiðslum og skiptingu þjóðarteknanna. Og með skírskotun til þessa treysti ég mér ekki til að greiða atkv. með þessari till. nú og segi því nei.