17.12.1948
Neðri deild: 42. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 60 í B-deild Alþingistíðinda. (165)

92. mál, gjald af innlendum tollvörutegundum

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Meiri hl. n. leggur til, að þetta frv. verði samþ. Það er aðeins framlenging á eldri l., og sú brtt., sem n. öll stendur að, er eingöngu leiðrétting, þar sem breytt er einu orði, að í staðinn fyrir að vitna í lagakafla er vitnað í 1. gr. frv. Að öðru leyti hefur meiri hl. ekkert um þetta að segja, enda er þetta aðeins framlenging vegna nauðsynja ríkissjóðs. — Ég hélt, að þetta væri 3. dagskrármálið [tollskrá o.fI.]. Ég óska, að hæstv. forseti taki 2. mál af dagskrá um stundarsakir, vegna þess að hæstv. fjmrh. er ekki viðstaddur, en hann þurfti að hafa framsögu fyrir brtt. Það, sem ég hef sagt, gildir um 3. dagskrármálið, sem ég vænti, að nú verði tekið fyrir.