10.12.1948
Efri deild: 29. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1350 í B-deild Alþingistíðinda. (1683)

80. mál, aðstoð til síldarútvegsmanna

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. Ég vil gjarna verða við ósk hæstv. forseta um það að gera það, sem ég get, til þess að mál þetta gangi greiðlega til n. Og með því að umr. hafa nú orðið í hv. Nd. um þetta mál og mörgum, ef ekki öllum, hv. þdm. hér hefur gefizt kostur á að heyra þar um málið rætt og frv, í sjálfu sér liggur afar ljóst fyrir, tel ég ekki þörf á að hafa hér neina sérstaka framsögu, ef ekki verður tilefni gefið af öðrum til þess, að ég skýri einstök atriði málsins. Ég tel það bezt vinnubrögð, að málið komist sem fyrst í nefnd, og vildi mælast til þess, að því yrði að lokinni þessari umr. vísa ð til hv. sjútvn.