15.12.1948
Efri deild: 35. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1377 í B-deild Alþingistíðinda. (1728)

103. mál, bráðabirgðarfjárgreiðslur úr ríkissjóði 1949

Páll Zóphóníasson:

Í ummælum mínum áðan fólust engin ámæli til fjvn. En ég sagði, að það væri til skammar fyrir stj. og meiri hl. Alþingis í fyrra að þurfa að leggja þetta mál fyrir nú. Ég skal rökstyðja þetta. Þegar við komum saman í haust, hafði stj. engin mál tilbúin. Hvar voru fjárl.? Hvað var þingið búið að sitja lengi, þegar fjárl. komu fram? Undirbúningurinn af hendi stj. var enginn, og það er henni til skammar, og það er líka til skammar fyrir þann meiri hl., sem samþ. á þinginu í fyrra, að þing kæmi ekki saman fyrr en 11. okt., því að hvernig gat hann hugsað sér, að fjárl. yrðu afgr, fyrir jól með því móti. Ég tel það líka til skammar fyrir hann. Ég var ekki í þeim meiri hl. En hefði ekki verið betra, að stj. hefði látið vinna vel að undirbúningi fjárl., svo að ekki hefði þurft að koma til að leggja þetta frv. fyrir þingið. Var henni það ekkí nær, en siðlaus veizluhöld og snattferðir til annarra landa að því er virtist að óþörfu. Ég er ekki að álasa fjvn. Mér er ókunnugt, hvernig hún hefur unnið. Hitt veit ég, að málið var óundirbúið af hendi stj. Það var því ekki við öðru að búast, en svona færi. Samkomudagur þingsins er ekki ákveðinn fyrr en 11. okt., og síðan verður að bíða langa stund eftir fjárlfrv. Því er haldið fram, m.a. af tveimur ráðh., að það væri vel hægt að afgr. fjárl. fyrir jól, ef undirbúningur væri góður. En þennan undirbúning vantaði, og því segi ég það, sem ég segi, að það er stj. til skammar að þurfa að leggja þetta frv. fyrir. (Forseti: Það væri æskilegt að nota önnur orð, þó að merkingin væri svipuð. — SÁÓ: Hann kann ekki annað.) Ég sé enga ástæðu til að klípa utan af því.