16.12.1948
Neðri deild: 38. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1381 í B-deild Alþingistíðinda. (1755)

104. mál, ráðstafanir vegna dýrtíðar og erfiðleika atvinnuveganna

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Það er aðeins viðvíkjandi þeim orðum hæstv. fjmrh., að fyrrv. ríkisstj. hafi verið samansett af mönnum með ólíkustu sjónarmið, þá er það rétt, en hún var engu síður starfhæf og afgreiddi fjárlög fyrir nýár. Ef samsteypustjórn veit, hvað hún vill, þá koma menn sér saman, en núv. hæstv. ríkisstj. veit það ekki og kemur sér því ekki saman um neitt.