09.11.1948
Efri deild: 10. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 30 í B-deild Alþingistíðinda. (18)

26. mál, happadrættislán ríkissjóðs

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Það má vera, að hægt sé að fetta fingur út í orðalag 1. gr. frv., en n. sá ekki ástæðu til þess að gera neina breyt. í þessu sambandi. Ég held sannast að segja, að þetta orðalag sé ekki svo hættulegt og verði ekki til ásteytingar. Ég fæ ekki betur séð, en það feli í sér, að vinningarnir séu undanskildir útsvari og tekjuskatti, þegar þeir koma inn, en svo ekki lengur. Auðvitað vex eignin, og því er ákveðið, að þeir skuli ekki undanþegnir eignarskatti.

Það má athuga þetta, en ég sé tæpast ástæðu til þess að breyta því, þetta verður naumast túlkað nema á einn veg, ekki heldur af ríkisskattanefnd. Ég held, að hér sé ekki nein veruleg hætta á ferðum.